Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1899, Blaðsíða 105

Eimreiðin - 01.07.1899, Blaðsíða 105
225 2. »Quo vadis ?« (Hvert fer þú?), fyrirlestur eftir ritstjórann, séra Friðrik J. Berg- mann, 3. »Ræðan hennar móður hans«, þýdd saga eftir Jan Maclaren, 4. »Am- bátt drottins«, kvæði eftir séra Matth.Jochúmsson, 5. »Bindindi«, ræða eftir séra Jón Bjarnason, 6. »Tíðareglur kirkju vorrar- og 7. »Undir linditrjánum* (ritdómar um islenzkar bækur 1898), hvorttveggja eftir ritstjórann, séra F. J. B. — Það er hvorttveggja, að höfundamir eru allir af betra tæginu, enda er og alt, sem ritinu er, gott í sinni röð, þó ýmislegt kynni að mega athuga við einstök atriði. Lélegust virðist oss þýdda sagan, en aftur kveður mest að því, sem ritstjórinn hefir sjálfur ritað. Fvrirlesturinn »Q.uo vadis>« er að mörgu leyti merkilegur og margt í honum ágætlega sagt. En ekki mundum vér þó frá sagnffæðislegu sjón armiði vilja undirskrifa allar þær skoðanir, sem þar er haldið fram. Ritdómarnir eru yfirleitt góðir og hafa líka þann mikla kost, að minst er á flest þau íslenzk rit, sem komið hafa út á árinu. Einna lakastur þykir oss ritdómurinn um sögur Guðmundar Friðjónssonar, því í honum er alveg gengið fram hjá efninu, en aðeins verið að fetta fingur út í búninginn, og, að því er oss virðist, ekki full- komlega réttlátlega. Að vorum dómi er miklu rninni tilgerð í málinu á þessum sögum, en öllu því, sem G. Fr. hefir áður ritað; —- auðvitað nóg samt. Við- víkjandi athugasemdinni um »brennisteinsprestana« (165—6) viljum vér aðeins taka fram, að orðin í Eimr. (IV, 158) sýna greinilega, að með því nafni var engan veginn átt við »allan hinn kristna kennilýð«, heldur að eins við þann hlutann, sem misskilur kristindóminn og kallar sig kristinn, en er það ekki, þá presta, sem misbeita kenningunni um eilífa glötun til þess að hræða ístöðulítinn almúga. Slfkir prestar eru hér í Danmörku orðin hin argasta landplága; og þá er einu auganu hætt fyrir ísland, enda virðist og þegar vera farið að bóla á þvi, að sumir hinna ungu íslenzku guðfræðinga, er hér hafa numið, hallist mest að stefnu þessara skaðræðisprédikara, sem þykjast vera betur kristnir en aðrir menn og kalla sjálfa sig og jábræður sína >heilaga«, en eru í raun réttri mannúðar- lausir níðhöggar. Það gleður oss stórlega að sjá, að ritstjóri Aldamóta þekkir ekki þessa presta, og vonum vér, að hann berjist öfluglega á móti því, að illgresis- sæði þeirra nái nokkurn tíma að festa rætur í hinni íslenzku kirkju. Oss hefir stundum virst, að bæði hann og hinir aðrir Vesturheimsprestar hefðu Hafnarný- græðinginn einan í hávegum, en gerðu lítið úr þeim, sem fylgja mannúðarstefnu séra Helga og prestastéttarinnar íslenzku. En þetta er kannske glámsýni hjá oss eða stafar af ókunnugleik hjá þeim. Hinn ytri frágangur á »Aldam.« er hinn prýðilegasti, málið hreint og lipurt prófarkalesturinn óvanalega vandaður og pappír og prentun í bezta lagi. Svo er til ætlast, að ágóðinn, sem verða kann af sölu ritsins, renni í sjóð hinnar fyrirhuguðu skólastofnunar íslendinga í Ameríku. Kaupendur þess vinna því tvent í einu: eignast góða bók fyrir lítið verð og styrkja gott og þarflegt fyrirtæki. BARNABLAÐIÐ. II, 1—2. Rvík 1899. Útgefandi: Briet Bjarnhéöinsdtíttir. Þessi tvö númer, sem oss hafa verið send, eru ágætlega úr garði ger. Hinn ytri frágangur góður, efnið skemtilegt og vel valið og málið hreint, lipurt og við barna hæfi. Ef Barnablaðið er alt eins og þessi tvö númer, þá er sannarlega óhætt, að ráða öllum foreldrum til, að kaupa það handa börnum sínum. GUÐMUNDUR BJÖRNSSON: UM ÁFENGA DRYKKI. Rvík 1899. (Sér- prent úr »Eir«). Ritgerð þessi er upphaflega samin 'sem alþýðufyrirlestur, er fluttur var í Rvík á annan í jólum 1898. Sýnir hann fram á, að áfengið sé 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.