Eimreiðin - 01.07.1899, Blaðsíða 65
j85
Nú sté Robert Moore upp á ræðupallinn.
»Herrar mínir og frúr,« sagði hann og hneigði sig. »Ég finn
að það er skylda mín að taka það fram nú þegar, að mig tekur
það mjög sárt, að flokksmenn mínir hafa hagað sér ókurteislega
gagnvart Mr. Johnson, og ég vil lýsa yfir því, að ég er enginn
frömuður að slíkri athöfn. Ég hefi leitast við að koma kurteislega
fram, og vænti hins sama af honum. Ég vil ennfremur leyfa mér
að — —«
Lengra komst hann ekki, því strákar Johnsons, sem voru yfir
í enda hússins, tóku að rífast og fljúgast á með svo miklum skark-
ala, að ekki heyrðist mælt mál.
»Gætið fundarskapal« kallaði forsetinn, og sló hnefanum ofan
í borðið. Strákarnir þögnuðu sem snöggvast, og Mr. Moore byrj-
aði aftur að tala.
»Ég vil leyfa mér að minna yðar á það, að pólitiska ástandið
í Kanada er nú þannig, að hver einstakur kjósandi verður að gæta
skynsemi sinnar, og umfram alt ekki láta tælast af fé eða fögrum
loforðum. Mr. Johnson mintist á ýms mál, sem hann ætlaði að
fylgja fram á þingi, og meðal þeirra var að umbæta skotvirkin og
höfnina. Ég vil benda yður á aðrar umbætur, sem Halífax ríður
meira á — —«
Lengra var hann ekki kominn, þegar hár hvellur heyrðist og
í sama bili fyltist húsið af reyk og svælu. Strákahópur Johnsons
hafði í einni svipan, allir í einu, kveykt á púðurkerlingum, og af
því kom hvellurinn.
»Rekið þennan djöflahóp út,« æpti forsetinn. En það gekk
lakara en á Gyðingalandi forðum. Nokkrir þrifu til strákanna, en
þeir smugu úr höndum þeim, undir sætin og í allar áttir, og náð-
ust fáir.
Mr. Moore byrjaði nú að tala í þriðja sinn. En öðara kom
annar hvellur eins hár og hinn fyrri. Húsið fyltist af reyk á ný
og púðurkerlingar flugu innan um salinn líkt og hinar eldlegu
tungur á dögum postulanna; sviðu hár manna og skegg og brendu
göt á fötin.
Nú var gerður aðsúgur að strákahópnum og tókst að hand-
sama nokkra þeirra, og láta þá út. Og jafnframt fóru margir að
tínast af fundi. Þá var farið að þyrsta, og þeir voru ekki þau
flón, að virða pólitiskar ræður meira en vín.
»Við skulum koma inn á næsta veitingahús og fá okkur hress-