Eimreiðin - 01.07.1899, Blaðsíða 49
169
Skrifstofa »Morgunstjörnunnar«, sem var málgagn stefnuleys-
ingja, var örstutt þaðan, og þegar Johnson kom út á götuna, fór
hann að íhuga, hvort ekki mundi rétt fyrir sig að hitta ritstjórann
að máli. Raunar bjóst hann ekki við að ná fylgi blaðsins, en hitt
mætti þó reyna, hvort ekki mætti fá ritstjórann gegn sanngjarnri
þóknun til að fara ekki mjög geyst í sakirnar; því Johnson var
illa við blaðaskammir, — ef þær voru um hann sjálfan.
Ritstjórinn var ekki heima, en hans var von innan stundar,
svo Johnson afréð að bíða. Þá var verið að prenta blaðið. Hann
tók eitt eintak og las þar svo látandi grein:
»Heiðarlegt þingmannsefni.
Það er hvorttveggja að Ottawastjórn og hennar auðvirðilegu
fylgifiskar eru soknir djúpt i forardiki lasta og svívirðinga, enda
kom það greinilega í ljós á tilnefningarfundi þeim, sem þeir héldu
hér í bænum. Sú var tíðin, að afturhaldsflokkurinn, þó illur væri,
kappkostaði að hafa heiðvirða menn á þingi, en — sú tíð er nú
liðin. Þessi S. H. Johnson, sem flokkurinn gerði sig svo auðvirði-
legan að tilnefna sem þingmannsefni, er, að sögn sannorðra
manna, hinn mesti prakkari og óþokki. Oss hafa verið send til
prentunar frásagnir urn nokkur atriði úr lífi hans, en vér munum
ekki opinbera þær að svo komnu, því vér höfum fyrir löngu sett
oss þá reglu, að ræða málefnið, en sleppa persónunni, og þeirri
reglu munum vér enn fylgja. Aðeins viljum vér geta þess, að
allir heiðvirðir menn hafa skömm á þessum Johnson, og fyrirlíta
hann. Það er mælt, að flokkur hans hafi látið tilleiðast til að til-
nefna hann af þeirri ástæðu, að hann gæti ráðið yfir atkvæðum
landa sinna. En landar hans eru sjálfstæðari en svo, að þeir láti
slíka pilta tæla sig. Nú er hann farinn til Ottawa, og er mjög
líklegt, að þegar hann kemur aftur, hafi hann nóga peninga á
boðstólum til að kaupa fyrir sannfæringar borgarbúa, en vér treyst-
um því, að þeir láti ekki tælast af gulli eða loforðum slíkra fúl-
menna.
A öðrum stað í blaðinu birtum vér ávarp frá Mr. Robert Moore,
þingmannsefni frjálslynda flokksins, sem vér vonum, að allir lesi
með athygli. Hann er alþektur sem einn af nýtustu mönnum
bæjarins, og enginn vafi á því, að hann nær kosningu.«
Johnson fanst þýðingarlaust að bíða lengur eftir ritstjóranum,
og tók hatt sinn og fór. Þegar hann kom út á strætið, sá hann,