Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1899, Side 49

Eimreiðin - 01.07.1899, Side 49
169 Skrifstofa »Morgunstjörnunnar«, sem var málgagn stefnuleys- ingja, var örstutt þaðan, og þegar Johnson kom út á götuna, fór hann að íhuga, hvort ekki mundi rétt fyrir sig að hitta ritstjórann að máli. Raunar bjóst hann ekki við að ná fylgi blaðsins, en hitt mætti þó reyna, hvort ekki mætti fá ritstjórann gegn sanngjarnri þóknun til að fara ekki mjög geyst í sakirnar; því Johnson var illa við blaðaskammir, — ef þær voru um hann sjálfan. Ritstjórinn var ekki heima, en hans var von innan stundar, svo Johnson afréð að bíða. Þá var verið að prenta blaðið. Hann tók eitt eintak og las þar svo látandi grein: »Heiðarlegt þingmannsefni. Það er hvorttveggja að Ottawastjórn og hennar auðvirðilegu fylgifiskar eru soknir djúpt i forardiki lasta og svívirðinga, enda kom það greinilega í ljós á tilnefningarfundi þeim, sem þeir héldu hér í bænum. Sú var tíðin, að afturhaldsflokkurinn, þó illur væri, kappkostaði að hafa heiðvirða menn á þingi, en — sú tíð er nú liðin. Þessi S. H. Johnson, sem flokkurinn gerði sig svo auðvirði- legan að tilnefna sem þingmannsefni, er, að sögn sannorðra manna, hinn mesti prakkari og óþokki. Oss hafa verið send til prentunar frásagnir urn nokkur atriði úr lífi hans, en vér munum ekki opinbera þær að svo komnu, því vér höfum fyrir löngu sett oss þá reglu, að ræða málefnið, en sleppa persónunni, og þeirri reglu munum vér enn fylgja. Aðeins viljum vér geta þess, að allir heiðvirðir menn hafa skömm á þessum Johnson, og fyrirlíta hann. Það er mælt, að flokkur hans hafi látið tilleiðast til að til- nefna hann af þeirri ástæðu, að hann gæti ráðið yfir atkvæðum landa sinna. En landar hans eru sjálfstæðari en svo, að þeir láti slíka pilta tæla sig. Nú er hann farinn til Ottawa, og er mjög líklegt, að þegar hann kemur aftur, hafi hann nóga peninga á boðstólum til að kaupa fyrir sannfæringar borgarbúa, en vér treyst- um því, að þeir láti ekki tælast af gulli eða loforðum slíkra fúl- menna. A öðrum stað í blaðinu birtum vér ávarp frá Mr. Robert Moore, þingmannsefni frjálslynda flokksins, sem vér vonum, að allir lesi með athygli. Hann er alþektur sem einn af nýtustu mönnum bæjarins, og enginn vafi á því, að hann nær kosningu.« Johnson fanst þýðingarlaust að bíða lengur eftir ritstjóranum, og tók hatt sinn og fór. Þegar hann kom út á strætið, sá hann,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.