Eimreiðin - 01.07.1899, Blaðsíða 24
T44
hefði ekki gengið með barni hans, sem hún hafði elskað heitar
en sóma sinn. Nú beið hún sinnar stundar og ól fagurt og vel
vaxið sveinbarn, sem var svo likt föður sínum, að henni þótti
sem nú gæti hún borið harm sinn.
Þegar hún var orðin heil heilsu, fór hún að finna frændur
elskhuga síns og heimtaði, að sonur hans væri viðurkendur sem
réttur erfingi að nafni hans, eignum og tign. Þeir biðu þess ekki
einu sinni, að hún fengi lokið máli sínu, heldur jusu yfir hana
skömmum og óbótaorðum:
»Þú ert litlu skárri en skækja! Þú getur farið til sveitar-
stjórnarinnar með hórkróann þinn!«
Síðan fleygðu þeir í hana fáeinum gullpeningum og skeltu
svo hurðinni i lás á hæla henni.
Hún lofaði gullpeningunum að liggja í sorpinu, þar sem þeir
vóru komnir, og sendi kæru til ráðsins. Hún fór til allra lögfræð-
inga í bænum og bað þá um aðstoð, en enginn vildi veita henni
ásjá. Þeir sýndu henni fram á, að tiltæki hennar væri þvílik fjar-
stæða, að þeir gætu ekkert við það átt, og margir héldu að hún
væri ekki með öllum mjalla. En hún kærði sig kollótta um, hvað
þeir sögðu, og var staðráðin i að flytja mál sitt sjálf.
Daginn, sem þetta átti fram að fara, var ráðsalurinn troðfullur
af fólki, með því að fregnin um stúlkuna og atferli hennar hafði
flogið víða; og þegar hún kom inn í salinn, gullu við bæði háð-
ungaróp og meðaumkvunarraddir í gegn henni. Hún var í ekkju-
búningi og bar son sinn á handleggnum, í fátæklegum reifum.
Hún bar höfuðið hátt, er hún gekk að dómgrindunum, þar sem
hinir sjö dómarar sátu, vitrir og gamlir, með siðum, hviturn skeggj-
um og réttvísum augum.
Svo sagði hún frá öllu, eins og það hafði gengið. Hún lýsti
því, hvernig ástin hefði hrifið þau, unaðsfull og óslökkvandi, hrifið
hana og hann, sem nú væri nár; hvernig frændur hans hefðu sett
sig á móti gifting þeirra, og hvernig þau hefðu einsett sér að bíða,
en ekki getað það. Hún hafði geymt í hjarta sér hvert orð, sem
unnusti hennar hafði sagt, og þegar hún var að rekja þau fram
með titrandi rödd, — með því hún lét bugast af harminum —,
viknuðu margir af óheyrendunum, svo að þeim vöknaði um augu.
Því næst mælti hún:
»Að sönnu veit ég, að ég hef brotið gegn lögum mannanna,
þó samvizka mín sé flekklaus fyrir guði, og minningin um ást