Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1899, Síða 24

Eimreiðin - 01.07.1899, Síða 24
T44 hefði ekki gengið með barni hans, sem hún hafði elskað heitar en sóma sinn. Nú beið hún sinnar stundar og ól fagurt og vel vaxið sveinbarn, sem var svo likt föður sínum, að henni þótti sem nú gæti hún borið harm sinn. Þegar hún var orðin heil heilsu, fór hún að finna frændur elskhuga síns og heimtaði, að sonur hans væri viðurkendur sem réttur erfingi að nafni hans, eignum og tign. Þeir biðu þess ekki einu sinni, að hún fengi lokið máli sínu, heldur jusu yfir hana skömmum og óbótaorðum: »Þú ert litlu skárri en skækja! Þú getur farið til sveitar- stjórnarinnar með hórkróann þinn!« Síðan fleygðu þeir í hana fáeinum gullpeningum og skeltu svo hurðinni i lás á hæla henni. Hún lofaði gullpeningunum að liggja í sorpinu, þar sem þeir vóru komnir, og sendi kæru til ráðsins. Hún fór til allra lögfræð- inga í bænum og bað þá um aðstoð, en enginn vildi veita henni ásjá. Þeir sýndu henni fram á, að tiltæki hennar væri þvílik fjar- stæða, að þeir gætu ekkert við það átt, og margir héldu að hún væri ekki með öllum mjalla. En hún kærði sig kollótta um, hvað þeir sögðu, og var staðráðin i að flytja mál sitt sjálf. Daginn, sem þetta átti fram að fara, var ráðsalurinn troðfullur af fólki, með því að fregnin um stúlkuna og atferli hennar hafði flogið víða; og þegar hún kom inn í salinn, gullu við bæði háð- ungaróp og meðaumkvunarraddir í gegn henni. Hún var í ekkju- búningi og bar son sinn á handleggnum, í fátæklegum reifum. Hún bar höfuðið hátt, er hún gekk að dómgrindunum, þar sem hinir sjö dómarar sátu, vitrir og gamlir, með siðum, hviturn skeggj- um og réttvísum augum. Svo sagði hún frá öllu, eins og það hafði gengið. Hún lýsti því, hvernig ástin hefði hrifið þau, unaðsfull og óslökkvandi, hrifið hana og hann, sem nú væri nár; hvernig frændur hans hefðu sett sig á móti gifting þeirra, og hvernig þau hefðu einsett sér að bíða, en ekki getað það. Hún hafði geymt í hjarta sér hvert orð, sem unnusti hennar hafði sagt, og þegar hún var að rekja þau fram með titrandi rödd, — með því hún lét bugast af harminum —, viknuðu margir af óheyrendunum, svo að þeim vöknaði um augu. Því næst mælti hún: »Að sönnu veit ég, að ég hef brotið gegn lögum mannanna, þó samvizka mín sé flekklaus fyrir guði, og minningin um ást
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.