Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1899, Page 29

Eimreiðin - 01.07.1899, Page 29
i49 Trúarofsi. (Eftir prófessor R. B. Anderson.) Alla þá stund, er þjóðirnar hafa bygt jörðina, hefir menn greint á í trúarefnum. Og hvernig geta menn búist við öðru? Löndin, sem þeir hafa búið i, himinhvelfingin, sem þeir hafa rent augum sinum upp í, lög þeirra, siðir, félagsskipun, venjur, tunga og þekking — alt þetta hefir verið svo afarólikt, að það væri hreint og beint heimskulegt, að ætlast til einingar og samræmis i þvi, hvernig þeir hefðu farið að því, að finna guð, hugsað sér hann og dýrkað. Já, og þar með er ekki alt upp talið. Jafnvel á rneðal kristinna manna, og ef vér gáum vel að, jafnvel meðal þeirra, sem játa hina sömu trú og eru safnaðarlimir einnar og sörnu kirkju, sjáum vér, að enginn einstaklingur hefir alveg sömu trú og annar i öllum greinum. Þeir kunna að nota sömu bænirnar, læra og undirskrifa sömu trúarjátning, hlusta á sama prédikarann og taka þátt í sömu guðsþjónustunni, — en samt mun þó jafnan vera nokkur munur á bæn þeirra, trú og tilbeiðslu. Tveir menn eru aldrei alveg eins i öllu, og sérhver mun því leggja þá þýðingu i þau orð, er hann heyrir, og þá helgisiði, er hann tekur þátt í, er bezt samsvarar dýpt og breidd hugar hans og hjarta, — er samsvarar þvi, hve mikla og hvers konar þekking og reynslu hann hefir aflað sér, er bezt á við lyndisfar hans og persónulega einkahyggju. Og það er jafnvel ekki búið með það. Trúarskoðun sérhvers manns breytist með aldrinum, eftir þvi sem þekking hans og reynsla eykst, svo að trú æskumannsins er ekki hin sama og barnsins, og hinn silfurhærði öldungur nálgast heldur ekki alt- arið með alveg sömu trú, eins og þegar hann kraup þar í æsku. Pví það eru ekki orðin og helgisiðirnir, er mynda kjarna og grundvöll trúar vorrar, heldur þær hugsanir og tilfinningar, er verða samfara þessum ytri jartegnum. t’að er ekki kverið, sem við lærðum i skólanum, er trú vor byggist á, heldur þær hugmyndir, sem það hefir skapað í sálum vorum, og þær geðshræringar, sem það hefir vakið i hjörtum vorum. Ef þeir, sem prédika kristindóminn, tækju meira tillit til þessa sann- leika, en þeir að öllum jafnaði virðast gera, þá mundu þeir tala með meiri mannúð og minni viðbjóð og fyrirlitningu um þá menn, sem hafa aðrar trúarskoðanir en þeir sjálfir. Peir mundu þá játa, að í trúarskoð- unum annara geti verið fólginn hinn sami sambandsliður rnilli guðs og manna fyrir þá, eins og þeirra eigin trú er fyrir sjálfa þá. Peir mundu þá ekki hata Gyðinginn fyrir það, þó hann að boði Mósesar framflytji bænir sínar i samkundunni fyrir guð feðra sinna; þeir mundu þá heldur ekki fyrirlíta heiðingjann fyrir það, þó að hann, sökum skorts á betri
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.