Eimreiðin - 01.01.1921, Side 1
EIMRBIÐIN!
Dr. Matthías Jochumsson
11. NÓV. 1835 — 18. NÓV. 1920
Matthías við Dettifoss.
Tala flutt á samkomu Bókmentafélagsins til minningar um
skáldið, 19. febr. 1921.
Háttvirta samkoma.
»Enginn veit, hvað átt hefir, fyr en mist hefir«, segir
máltækið. Það á við um alian fjölda manna. Að þeim látn-
um fara þeir sem eftir lifa í fyrsta sinn að gera sér gildi
þeirra full-ljóst, og skilja, hvert róm þeir hafa skipað, af
skarðinu, sem eftir þá er orðið. En það á ekki við um
sira Matthías Jochumsson, af ýmsum ástæðum. Hann
hlaut þegar i lifanda lifi fuila ást og aðdáun þjóðar sinn-
ar, liklega framar öllum andans mönnum, sem uppi hafa
verið á ísiandi. Og slíkir menn iifa, þótt þeir deyi. í*vf
fer jafnvel svo fjarri, að vér höfum mist sfra Matthías, að
vér höfum enn ekki eignast hann, ekki eignast hann á
þann hátt, sem framtfðin mun gera. Það skortir mikið á,
að íslendingar séu enn búnir að átta sig á verkum hans,
skilja þau, vinsa úr þeim, skýra þau í sambandi við
manninn og hvorttveggja f sambandi við fortíð og sam-
tið. Enn er eftir að safna saman bréfum hans og gefa
þau út og rita æfisögu hans og manniýsingu eftir bestu
heimildum. Þetta tvent eru brýnustu skyldur nútímans
við minningu hans. Úr öllu þessu mun svo framtíðin
vinna, og upp úr því mun rísa sú mynd af mannin-
um og skáldinu, sem íslenska þjóðin mun eiga hvað
lengst eigna sinna.
1