Eimreiðin - 01.01.1921, Side 4
4
DR. MATTHÍAS JOCHUMSSON
EIMHEIOÍN
fyrir dómstóli, þar sem bið dýpsta i þeim er knúið fram.
Vitið skilur ekki. Viljinn bognar.
Um Dettifoss eru til tvö þjóðkunn kvæði, fyrir utan
kvæði síra Mattbíasar. Niðurstaðan í kvæði Kristjáns
Jónssonar er magnleysi og bölsýni. Lífið er hverfult og
fánýtt, fossinn einn er sterkur og breytist ekki. Skáldið
vill »deyja i fossinn« að fornum sið, án þess nokkur
minnist hans eða felli tár yfir honum. Aftur á móti sækir
Einar Benediktsson kraft og kyngi i fossinn. Honum ógn-
ar aflið, en það stælir bann. Hann vill gera bandalag við
það, láta það þjóna sér. Hann dreymir um að láta mann-
vitið spinna gull og gróður úr því. En í raun og veru er
hann heillaður af fossinum, befir gefið hinu blinda afii
meira af sái sinni en hann grunar. Menn þiggja ekki án
þess að gefa, stjórna ekki án þess að þjóna.
Matthias hvorki beygir kné sín fyrir tryllingi fossins, né
ágirnist hestöflin í honum. Hann finnur undir eins, að
hann og fossinn eru hvor af sínum heimi, hann stendur
fyrst álengdar og undrast, óttast, en hopar ekki. í fullum
ofurhuga haslar hann þessari höfuðskepnu völl, glímir
við hana eins og Jakob við Jehova — og sigrar:
Beint af hengilbergi
byltast geysiföll,
flyksufax meö ergi
fossa- hristir -trölt;
hendist hádunandi
hamslaus iðufeikn.
Undrast pig minn andi,
almættisins teikn.
Skjálfa fjallsins fætur,
flýr alt veikt og kvikt;
trölliö, trú’ eg, grætur,
tárin falla þyktf
Fimbulgröf sér grefur
gýgur römm og djúp,
öldnum Ægi vefur
örlaga sinna hjúp.
Geisa, fossinn forni,
findu loks þitt haf,