Eimreiðin - 01.01.1921, Síða 5
EIMREIÐIN)
DB. MATTHÍAS JOCHUMSSON
5
þó ei tárin þorni,
þarftu ei betra traf!
Þó af þinum skalla
þessi dynji sjár,
finst mér meir, ef falla
fáein ungbarns tár.
Hert þig, Heljar-bleikur,
hræða skalt ei mig:
guðdómsgeislinn leikur
gegnum sjálfan þig.
Fagri friðarbogi
feldu storm og bál!
Lýstu, sólarlogi,
lyftu minni sál!1)
II.
Hvað er það, sem gefur manninum þá firnadjörfung að
rísa gegn ofurefli náttúrunnar, dauðanum sjálfum, telja
sig í ætt við æðra heim, vona og trúa? Það getur ekki
verið neitt, sem hann á og verður frá honum tekið, ekki
auður og völd, sem er valt eins og hjól, ekki verklegar
menjar, sem eru eins og hörkveikur í tröllahöndum efnis-
ins. Ein stjarna, sem viltist út af braut sinni, gæti á svip-
stundu gleypt jörðina og alt sem á henni er. Jafnvel á
eldgosum og jarðskjálftum kunnum vér engan hemil að
hafa. Þessvegna er sigur verkfræðinnar á fossinum ekkert
nema sýndarsigur. Þann sigur vinnur mannsandinn með
því að beita efni gegn efni. Og þessvegna teflir síra Matt-
hías ekki fram gegn fossinum albrynjuðum og alvopnuð-
um verkfræðingi, heldur barninu, eins og það kom nakið
af móðurlífi og mun aftur nakið héðan fara. Bak við tár
þess vakir afl, sem er annars eðlis en afl fossins. t*að
verður ekki aðskilið frá sálinni sjálfri, og lögmál þess er
af öðrum heimi en lögmál efnisins. Það er tilfinningin.
1) Ljóðmœli, II. blndi, Seyðisfirði 1903, bls. 111. Kvæðið er fyrst prentaö '
»Lýð«, 1. árg. 1889. Þar steudur »gyllir« í stað »gegnura« í 4. vísuorði 4. v. P ar
eru líka pessi inngangsorð: »Stóðum við þar um stund i þéttri rigningu (ilr
tossinum) og horfðum ýroist framan á fossinn eða niður í hinn sjóðandi-kalda
heljar-hver undir fótnm okkar. Að lýsa fossi þessum i óbundnu máli borg ar
ekki ómakið«.