Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1921, Síða 6

Eimreiðin - 01.01.1921, Síða 6
6 I)R. MATTHÍAS JOCHUMSSON IE1MRF.IÐIN Hún getur orðið manninum ofviða, hún getur kólnað, en hún finnur'aldrei ofurefli sitt á líkan hátt og vitið, þegar það skilur ekki, og viljinn, þegar hann getur ekki. Hún er takmark í sjálfu sér, að henni virðist alt stefna. Án hennar er hinn mesti spekingur ekki annað en lifandi lík. Vér getum aumkvað alt, sem finnur ekki til, jafnvel stjörnur himinsins. Og vér kunnum ekki að lýsa hæstu hugsjón mannsandans, guði, öðruvísi en að kalla hann sama nafni og æðstu tilfinninguna, sem vér þekkjum — segja: guð er kærleikur. Því miður villast tilfinningar manna einatt út af réttri braut. Viðkvæmnin snýst í gremju og hatur. Menn gleyma, að hin minsta sál er meira virði en alt sem skynlaust er, að þeir eiga allir að þjóna lífinu og lífið stefnir að kærleika. Þeir snúast hver gegn öðrum, snúast í flokk með dauðanum. Styrjaldirnar eru greinilegustu dæmi um þessi landráð lífsins við sjálft sig, en nóg önnur eru á hverju strái. Jafnvel skáldunum er tamt að mæia hlutina eftir stærð þeirra í rúmi, láta víðáttuna skyggja á mann- gildið, finnast frammi fyrir furðuverkum náttúrunnar alt vera svo »litið og lágt, sem lifað er fyrir og barist er móti«. Hve mörgum mönnum, sem að Dettifossi hafa komið, mun hafa dottið í hug að bregðast við honum eins og Matthías gerir í þessu kvæði, láta fossinn ekki minna sig á smæð mannsins, heldur eilíft gildi hans? Hann hefir sagt um föður sinn, að hann hafi verið »mannvinur mik- ill«. Og hvað er i raun og veru eðlilegra, ef lífið stefnir að kærleika og maðurinn er meira virði en alt annað, sem vér þekkjum? Og samt er þetta ákaflega fágætt. Fyrir utan baráttuna og samkepnina, sem gerir menn »úlfum líka«, hafa fæstir þeirra nokkurn tíma vaknað til þess að skilja einstaklingsgildi og tilfinningar annara. Þeir eru eins og maðurinn, sem Kristur gaf sjónina, og sagði: »eg sé mennina, eg sé þá á gangi, rétt eins og tréa. Matthías átti þá gáfu, að sjá mennina ekki eins og tré, heldur varð hver maður fyrir hann lifandi einstaklingur, sem hann skildi, mat og elskaði. Og ekkert annað gat hrifið hug hans eins og maðurinn. Mannúðin varð drotnandi ein-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.