Eimreiðin - 01.01.1921, Síða 8
8
DR. MATTHÍAS JOCHUMSSON
IBIHREIÐIN
hefir skilið, að krítík þarf ekki að vera sama og aðfinslur,
er sist af öllu skammir, — er í eðli sínu skilningur og
skýring. Ungir mentainenn, gáfaðir, en óvitrir, héldu um
langt skeið, að síra Matthías væri einfeldningur, sem hefði
slysast til að yrkja góð kvæði, en bæri i rauninni ekki
verulegt skynbragð á slika hluti. Ekkert var fjær sönnu.
Hann var ekki einungis stórskáld, heldur lika bráðgáf-
aður maður, fljótur að skilja, skarpskygn á nýjungar og
aðalatriði. Þrátt fyrir hamfarir andans, vissi hann jafnan
vel, hvað hann fór, fann gjörla, hvað vel hafði tekist,
bæði bjá sjálfum sér og öðrum. En i dómum hans stjórn-
aði mannúðin greindinni, og bar hana stundum ofurliði.
Hann skygndist fyrst eftir kostunum, og var fundvís á
þá. Og væri verkið ófullkomið, var það þó altaf vitnis-
burður um mannlega sál, slakur rithöfundur gat verið
góður maður, maðurinn gaf verkinu gildi, manninn vildi
hann gleðja, en ekki græta. Hann gat vel sagt, eins og
Gunnar á Hlíðarenda: »Hvat ek veit, hvárt ek mun því
óvaskari maðr en aðrir menn, sem mér þykkir meira
fyrir en öðrum mönnum at vega menn«.
Jafnvel í söguljóðum síra Matthíasar um forna tíma er
samúð hans sivakandi. Hann yrkir að vísu um stórmenn-
in, af því að um þá eina hefir hann gögn i höndum, en
honum er ekki tamast að yrkja um þá i broddi lífs og
gengis, heldur þegar þeir eru öllu sviftir, sem hægt er að
svifta þá: á banasænginni, aftökustaðnum, á dánardægr-
inu. Og hann finnur ekki síður til með hinum gleymdu
smælingjum. Hann heíir reist þeim öllum sameiginlegan
minnisvarða i þessum línum, sem innileiki þeirra mun
gera ódauðlegar:
ÍHver einn bær á sina sögu, t\
sigurljóð og raunabögu,
timinn langa dregur drögu
dauða og lifs, sem enginn veit.l
Mannúð hans tekur höndum saman við hina fornu ís-
lensku sögustefnu, þar sem einstaklingurinn er jafnan við-
fangsefnið. Og auk þess hefir Matthías gengið i skóla
breiðfirskrar menningar á 19. öld, þar sem fult var af