Eimreiðin - 01.01.1921, Page 15
EIMREIÐIN]
DR. MATTHÍAS JOCHUMSSON
15
ur, þegar hann kom í latínuskólann. Hann hafði verið í
útlöndum og fengist við margt. En þótt hann [þannig
hefði bæði andlegan og likamlegan þroska langt íram
yíir skólapilta alment, þá tók hann þó fullkominn þátt i
félagslífi þeirra og sýndi þar jafnan hið sama ljúflyndi og
glaðlyndi, sem einkendi alt líf hans, enda var hann mjög
vinsæll meðal skólabræðra sinna. Keskni og stríðni, sem
oft vill bera á í slikum félagsskap, var hann öldungis
laus við. Hann var, eins og síðar sýndi sig í öllu lífi
hans, svo mikið góðmenni, að hann gat ekki fengið sig
til að segja eða gjöra neitt, sem hann vissi að gat sært
aðra eða gert þeim til gramt í geði. Eg gat þess áðan, að
hann hefði gjört i skóla tækifærisvísu eina, sem piltum
þótti gaman að, en þar var farið heldur óvirðulegum
orðum um einn kennaranna og því vildi Matthías eigi að
henni væri haldið á lofti, enda vissi eg eigi til, að hann
gerði neitt slikt oftar. Eftir að Matthías var kominn úr
skóla, vorum við eitt sinn saman þar sem rætt var um
nokkur kátleg atvik, er snertu einn skólabróður okkar.
Gerði hann þá út af því nokkrar gamanvisur, nokkuð
gáskafullar. Þeim, sem hlut átti að máli, voru svo fluttar
vísurnar, án þess getið væri um, hver hefði gjört þær.
Varð hann þá mjög reiður. Höfundurinn hélt hann að
væri maður sem honum var ekki vel við. En er Matthías
vissi þetta, fór hann til hans og sagði honum, að hann
hefði gert vísurnar. Rann hinum þá jafnskjótt öll reiðin,
því þegar hann fékk að vita, að Matthías hafði gert vis-
urnar, þá vissi hann um leið að þetta var ekki annað en
græskulaust gaman. Vinsældir Matthíasar meðal skóla-
bræðra hans komu meðal annars fram í því, hvað þeim
þótti ákaflega vænt um það álit, sem hann fékk fyrir Úti-
legumennina. Pað var svo langt frá, að nokkur öfundaði
hann af því, að þeir voru allir samtaka í að halda heiðri
hans sem mest á lofti.
Meðan Matthías var í skóla las hann allmikið annað
en það, sem snerti námsgreinarnar, einkum skáldskapar-
rit. Eigi að síður gekk honum skólanámið vel, enda var
hann ástundunarsamur og laus við alla óreglu.