Eimreiðin - 01.01.1921, Page 16
16
OR. MATTHÍAS JOCHUMSSON
I EIMHEIBIN
Það er ánægjulegt þegar minning afbragðsmanna er
hrein og skir og laus við aila dökka bletti. Þannig er
minning Matthíasar Jochumssonar. Um hann verður ekk-
ert með sanni sagt, sem ekki sæmir góðum og göfugum
manni.
Eftirkomendur vorir geta um komandi aldir minst
hans með óblandaðri ánægju, þvl að minning skáldsins
Matthíasar Jochumssonar er sem fægður skjöldur, sem
engin móða sést á.
Dr. Matthías Jochumsson skáld.
i.
Krjúp, íslensk þjóð, í klökkri, hljóðri lotning,
kveik öll þín himinleiftur, fjalladrotning.
Bjart skaltu gera um minning þessa manns —
myrkur var aldrei til í sálu hans. -
— Þakkaðu starf hans, lýður þessa lands.
Harpan, sem bar oss helgan trúarfögnuð
— hún er nú þögnuð.
II.
Hann kom eins og vor yfir veika þjóð
með víðsýnisþrár og eldfimt blóð.
Af ljóðum hans stafaði guðmóðs-glóð
og geislar af vængjunum þöndum.
Og af honum litbrigðaljómi stóð,
sem leiftraði á fjöllum og ströndum.
Hann flaug ekki lágt, er hann lyfti sér
móti Ijósi og himni. Við tinda hann ber.
Hann stefndi þangað sem sólina sér