Eimreiðin - 01.01.1921, Page 18
18
DR. MATTHÍAS JOCHUMSSON
(EIMREIÐIN
Hans trú var eins og sól yfir sorgir þessa lands.
Hann söng til þess að bugga og lyfta bjarta manns,
á máli, sem var leiftur og brim og léttur dans.
IV.
En nú er bann þagnaður þessi foss,
sem þornaði aldrei í 70 ár,1)
og sendi yfir landið frá heiðum til hafs
sinn hrynjandi gný og blikandi tár.
Hver Ijóðar nú þjóð vorri sigursöng,
og syngur um íslands þúsund ár?
Hver bendir til bimins og boðar guð
svo birti í sálum og þorni tár?
Jón Björnsson.
Bréf frá sira Matthíasi Jochumssyni
til síra Jóns Sveinssonar.
Akureyri, 28da. okt. 1914.
Elskulegi vinur og bróðir!
Eg á mikla elskusemi, trygð og örlæti yður að þakka, og
grátbið eg nú að hið heilaga stórveldi, sem vér enn í lífi og
dauða vonum og trúum að líti til með þessari vorri vesælu
veröldu, leiði þessar línur í yðar hendur, heilar og óflekk-
aðar af dáinna manna dreyra, til að færa yður bjartans
kveðju frá mér og ótal bræðrum og systrum hér á yðar
fósturfoldu. Því að nú hafið þér sjálfur leitt yður — þrátt
fyrir alt litillæti og hógværð — í heiðurssæti meðal lands-
ins góðu og gáfuðu sona. Sögur yðar, hver og ein, og nú
1) Elsta kvæöi Mattli. er eftir liann 15 ára.