Eimreiðin - 01.01.1921, Page 20
20
1)R. MATTHÍAS JOCHUMSSON
[EIMftEIÐIN
himnanna? — Pannig hugsar lýðurinn og lætur leiðast í
freistni; því ef hernaðinum fylgja nokkrir kostir — eg
þekki enga — þá eru ókostir hans ótölulegir og enn þá
meira demóraliserandi er blindur ófriður, en hið versta
býlífi. En min trú er föst (fyrir guðs náð). Býsna skal til
batnaðar. Og hætti nú ekki eða stórum minki styrjald-
irnar við þennan óhemjuskap, þá bregðast allar góðar
vonir. Nei! þetta er allsherjarrevolution, sem leiðir með
sér stórfelda, blessaða reformation; gott er að E.vaten (sem
ekki finst á mínu korti) er ekki í Belgíu, svo það gefur
mér von um yður og þessar línur!
Hér er flest með feldu, og þótt vörur stígi í verði, verð-
ur enginn skortur í vetur okkur að meini. Sumar fór
batnandi, einkum hér nyrðra, og afli gafst mikill, heilsa
bærileg.
Sjónin förlast mér eins og þér munuð sjá á skrift minni,
en að öðru leyti er eg í góðu lagi, og hagur barna minna
og konu góður, I. s. g. Steingr. læknir sonur minn hefir
gefið út bestu bók þ. árs: Heilsufrœði sína. Hún er jafn-
vönduð sem nytsamleg. Guð alm. miskunni Belgjum! Oss
blæðir í skap að hugsa til báginda þeirrar ágætu þjóðar!
— Verið svo kvaddir í kærleika J. Kts. og allra heilagra!
Yðar með elsku og virðingu.
Matth. Jocliumsson.