Eimreiðin - 01.01.1921, Síða 21
EÍMREIÐINI
21
í Weingarten.
Heimsókn hjá særðum frönskum stríðsföngum
í Schwaben á Pýskalandi.
Eftir Jón Sveinsson.
Jón Sveinsson.
Pað var meðan ófriðurinn mikli
geisaði, að hallandi degi í hinum
skrautlega mentaskóla Stella matu-
tina í Feldkirch í Austurríki, nokkr-
um dögum fyrir jól. Eg hafði geng-
ið út á svalirnar hjá herbergi mínu;
veðrið var heiðskírt og svalt og
naut eg útsýninnar, eins og svo
oft áður síðan eg kom á þennan
dýrðlega stað, gagntekinn af hinni
unaðslegu mynd sem breiddi sig út
á alla vegu fyrir augum mínum.
Heint framundan mér var hinn mikli Rínardalur; dal-
botninn gráleitur og sléttur eins og borðplata. í fjarska
glitraði Rín — »Vater Rhein« (faðir Rín) eins og áin er
nefnd af íbúum héraðsins — vatnsfallið mikla, sem svo
mjög er frægt að fornu og nýju, en hér svo nálægt upp-
tökum sínum er það eins og fríður, grannvaxinn ungl-
ingur. Hinumegin árinnar taka svissnesku fjöllin við, heil
röð, og gnæfa hin hæstu við himin í suðri og loka þar
sjóndeildarhringnum.
Fagra, yndislega Austurríki! Eg er hér aðkomumaður,
kominn hingað utan af hjara heims, enn þá ókunnugur
á þessum slóðum. Fyrir löngu hafði eg heyrt Alpahéruð-
um þínum við brugðið fyrir fegurð, en að þau væri bæði
svo stórfengleg og þó svo yndislega æfintýraleg hafði eg
ekki ímyndað mér áður en eg kom hingað.
Eg stóð þarna í kveldkyrðinni, heillaður af því sem
fyrir augun bar. Pá voru dyrnar út að svölunum opnað-
ar og út kom rektor skólans með bréf i hendi.