Eimreiðin - 01.01.1921, Page 25
EIMREIÐIN}
I WEINGARTEN.
25
»Hve lengi?« »Tólf ár. Eða nánar til tekið: Tiu ár á
Frakklandi og tvö ár í Belgíu, en hjá Frökkum þar«.
Nú varð dálítið hlé. Foringjarnir litu hver á annan og
fóru að hvíslast einhverju á. Svo fór einn þeirra burt og
kom að vörmu spori aftur með háttstandandi austurrískan
foringja. Yfirheyrslunni var svo haldið áfram af sama
manninum, þessi nýkomni foringi hlýddi að eins á.
»Svo þér hafið dvalið tólf ár á Frakklandi og í Belgíu?«
»Já«. »í hvaða augnamiði voruð þér þar?« »Eg var við
nám«. »Hvaða nám stunduðuð þér þar?« »Fyrst vanalegt
undirbúningsnám undir hærri mentun á Frakklandi. Síðan
las eg heimspeki tvö ár í Löwen«. »Hvers vegna lásuð þér
til náms einmitt á Frakklandi og í Belgíu?« »Mér var boðið
þangað til þess«. »Hvar voruð þér á Frakklandi?« »1
Amiens«. »Hvert fóruð þér eftir dvöl yðar á Frakklandi
og í Belgíu?« »Fyrst til Hollands, þar sem eg enn las heim-
speki eitt ár. Því næst las eg guðfræði fjögur ár á Eng-
landi, fór þaðan til Danmerkur og var þar þangað til
skömmu fyrir striðið«. »Hafið þér ekki komið til Frakk-
lands eða Belgíu síðan þér lukuð námi yðar þar?« »Nei«.
»Og ekkert samband haft við þessi lönd siðan?« »Eg hefi
að eins skrifast á við vini mína þar«. »Hvar voruð þér
um það bil er stríðið braust út?« »í Hollandi«. »Hve
lengi?« »Tvö ár«. »Hvað gerðuð þér þar?« »Eg fékst við
ritstörf«. »Hafið þér nokkurt samband haft við Frakka
eða Belga síðan stríðið hófst, með hréfum eða á annan
hátt?« »Nei«.
Eftir dálítið hlé heldur spyrjandinn áfram: »Hvað ætlið
þér að dvelja lengi í Weingarten?« »Nokkra daga, hugsa
eg«.
Foringjarnir athuga mig ennþá með athygli nokkra
stund. — Fyrir aftan mig teygja, menn fram höfuðin til
þess að reyna að sjá og heyra sem best. Liðsforinginn
athugar vegabréf mitt ennþá einu sinni og heldur svo
áfram: »Hafið þér ekkert sönnunargagn á yður annað en
þetta vegabréf, t. d. ljósmynd?« »Eg hefi enga ljósmynd.
En hér hefi eg mynd af mér frá þeim tímum er eg var
smádrengur«.