Eimreiðin - 01.01.1921, Page 26
26
I WEINGARTEN.
tEIMREIÐIN
Eg tók fram úr veski minu dálítið auglýsingablað. Það
var prentað hjá Herder í Freiburg, bóksala þeim er gefið
hefir út baekur mínar og var á því útdráttur úr ummælum
blaða um bók mína »Nonni«. Á fremstu síðu var mynd
af Nonna, tólf ára gömlum, á hestbaki. Fyrir aftan hann
á hestbakinu sat hundur hans. — Eg fékk foringjunum
blaðið.
Feir skoðuðu það samviskusamlega og lásu hálf-upp-
hált: »Nonni. Ferðasaga ungs íslendings, sögð af honum
sjálfum. Með tólf myndum. . .« Svo litu þeir yfir nokkra
af ritdómunum. Lesturinn virtist hafa stillandi áhrif á þá.
Því að honum loknum sneri einn þeirra sér að skrifur-
unum og segir: »Þér bókið: ,Til Weingarten’«. Því næst
fékk hann mér skjöl mín aftur og segir: »Þér getið haldið
áfram«.
Þvílíkur léttir!
Nú vissi eg hvað það var að komast í farþegarannsókn
á landamærum Þýskalands og Austurríkis meðan á Norður-
álfuófriðnum stóð.
< Sem betur fór fékk enginn annar af farþegunum slíka
yfirheyrslu og gekk þvi rannsóknin sinn hæga en jafna
gang. Og var svo ferðinni haldið áfram. Nú var ekki eins
mikið af fjöllum að skoða og áður var, heldur tóku uú
við akrar og ræktaðar lendur eins langt og augað eygði.
Hæða-drög risu upp hér og hvar á sléttunum, líkt og
öldur á lygnu úthafi. Landslagið minti mig á sum liéruð
á dönsku eyjunum fögru.
Eg steig úr lestinni í Ravensburg, en þaðan liggur raf-
magnsbraut til Weingarten. í Ravensburg var mér tekið
opnum örmum af hermannaprestinum í Weingarten —
hann hafði tekið sér ferð á hendur þangað, að eins til
þess að taka á móti mér. Á leiðinni til Weingarten fór eg
að spyrja hann um ýmislegt sem við kom starfi því er
eg átti fyrir höndum.
»Hvað eru margir Frakkar í Weingarten?«
»Nú sem stendur eru þrjú hundruð þar«.
»Hve margir haldið þér að hlýði á messu hjá mér á
morgun?«