Eimreiðin - 01.01.1921, Side 31
EIMREIÐINI
í WEINGARTEN.
31
»Hér er ekki um neinn bata að ræða, faðir. Eg hefi
mist bæði augun.«
Það var eins og mér væri veitt stunga í hjartað. Eg
starði á þennan unglingslega mann.
Eftir stutta þögn hélt hann áfram: »Þér getið trúað því:
Pað er sárt fyrir mig«.
Eg varð svo hrærður að mér vafðist tunga um tönn.
Mér fanst þetta svo átakanlegt fyrir svona ungan mann.
þegar eg gat eitthvað sagt þrýsti eg báðar hendur hans
og inælti:
»Kæri, góði vinur, hve gamall eruð þér?«
»Eg verð bráðum 25 ára«.
Svo ungur maður, í fylsta fjöri lífsins, missir sjónina i
einni svipan og getur enga von haft um að fá hana aftur
alt sitt líf! »Hvernig varð þetta?« spurði eg.
»f*egar orustan stóð sem hæst hitti kúla mig. Hún kom
inn um hægra gagnaugað og reif burtu hægra augað,
malaði nefbeinið milli augnanna, reif vinstra augað einnig
burt og fór út um vinstra gagnaugað«.
Þetta fékk svo á mig að eg gat ekki sýnt bluttekningu
mína nema með því einu móti að þrýsta hönd þessa
veslings sárþjakaða unga manns.
Alt í einu segir hann: »Mundi eg ekki geta fengið að
tala við yður í einrúmi, þegar þér hafið lokið yður af
hér?«
»Jú, fúslega, kæri vinur«, svaraði eg.
Og þar eð eg hafði verið svo lengi þarna og talað eitthvað
við alla, kastaði eg lauslegri kveðju á hópinn, tók vesl-
ings blinda manninn við hönd mér og leiddi hann til
herbergis sins.
Hér er ekki rúm til að segja frá samtali okkar, en eg
get sagt það i einlægni, að mér runnu stundum heit tár
niður eftir kinnunum meðan á samtalinu stóð — eg þurfti
ekki að óttast að hann sæi það. Ylri sjón hans var töp-
uð, en því meir hafði innri sjón hans opnast og leitaði
hann þar að mætti til þess að bera hin þungu örlög sín.
Eg leitaðist við að hughreysta hann og hugga eftit því
sem mér var framast unt.