Eimreiðin - 01.01.1921, Page 46
46
NOKKUR KVÆÐI.
[KIMREIÐIN
svo kjarnyrt, að vaknaði’ hin sofandi þjóð;
þau skyldi’ eg með gullrúnum rita.
Guðni Eyjólfsson.
Lena.
Hún var lipur og »flott«, hún Lena
og logandi fjörug snót.
Sveinarnir sögðu’ hana »pena«
og sýndu’ ’henni ástarhót.
Lena, vesalings litla Lena —
hún lagði sig fyrst í mót.
En þá var því logið í laumi
hún legði í vana sinn,
að vera i gáska og glauini
og ganga á knæpur inn.
Lena, vesalings litla Lena
— hvort laug hann þvi heimurinn?
En svo kom nú ógnar eyða,
sem ei verður fylt i svip,
það sagði hún léti sig leiða
um lágnætti’ i útlend skip.
Lena, vesalings litla Lena
— fólk leit á þig eins og grip.
En nú ertu, litla Lena,
lokuð i steininn inn
og mátt ekki meira þéna
mönnunum, ræfillinri.
Lena, vesalings litla Lena
— svona launar nú veröldin. — Holt.
Við eldinn.
Hljóðlált er rökkrið hnigið
á hnípin foldarbrjóst,