Eimreiðin - 01.01.1921, Page 47
EIMREIÐINJ
NOKKUR KVÆÐI.
47
þau blunda und blæju hvítri,
blunda í vetrargjóst.
Einn eg við aringlæður
uni, þó nólt líði hjá.
Á glugganum frostiósir glitra
í glampans töfrasjá.
Eldtungur viðu vefja,
Vofur úr hornum gá
og teygja fram tannlausa skolta,
en tekst ekki mér að ná.
Því bjarma af eldi bregður
um bríkina þar eg sit,
og logarnir sinávöxnu lýsa
um loftið með roðaglit.
Og inni í eldsins leynum
er engilveran mín,
um höfuðið lokkarnir liðast
en ljómi úr augum skin.
Eg sé inn á sumarlendur,
sólin um völlu skín,
og þarna’ út i lundinum ljósa
leiðumst við, ástin mín.
En nú dofnar eldur á arni,
undarleg grafarró
rikir, þá heyrast í horni
hvíslingar, Korriró!
Kjúkur á bak mér klappa,
kuldinn í hjartað sker,
en eg held mér dauðahaldi
í hitann frá myndinni af — þér. —
Angantýr.