Eimreiðin - 01.01.1921, Page 48
48
NOKKUR KVÆÐI.
[EIMHEIÐIN
Leikbróðirinn.
bú lékst við mig áður svo undur vel,
að aldrei því eg gleymi,
aldrei, aldrei gleymil
Þó alt sé valt þó víst eg tel
þinn vinarhugur geymi
mér aðeins gott, þér alt eg fel,
þú allra besti leikbróðir í heimil
Nú aðferð þína ei eg skil;
eg er svo fávís, bróðir,
svo fjarska fávís, bróðirl
Eg kvarta’ ei, þó mig kenni til
og kvala brenni glóðir.
Eg efa ei þína visku vil:
Eg veit þú ert mér betri’ en nokkur móðir.
Eg hef mig rekið hér á sker;
slíkt bendir alt of marga,
alt of, alt of margal
En samt — er ekki eftir þér
því unga’ og veika’ að farga.
Þú sjálfsagt ert að sýna mér,
hve sértu laginn á að hjálpa' og bjarga!
Þú finnur upp svo ótalmargt,
og alt mun jafngott vera,
mun einber viska vera.
En mér finst stundum miðlað spart,
og margt, sem hlýt eg bera,
mér þykir erfitt, þungt og hart,
en þú veist altaf hvað þú ert að gera.
G. Ó. Fells.