Eimreiðin - 01.01.1921, Page 57
EIMREIÐIN)
AÐFLUTNINGSBANNIÐ
57
ugi, og því eigi að afnema slík skaðræðislög. Enda séu
bannlagabrot svo daglegur vani, að menn hljóti að missa
þess vegna ósjálfrátt virðingu fyrir flestum eða öllum öðr-
um lögum. Eg neita því ekki, að einstaka einn eða jafnvel
margir bafi brotið önnur lög, sem þeim aldrei annars hefði
komið til hugar að brjóta, til þess að koma fram bann-
lagabrotum. Eg neita því ekki einu sinni, að það hafi
skeð, að innsigli á póstpokum hafi verið virt að vettugi
til þess að smygla í land víni, í skjóli þess, og kalla eg
það langt gengið ef svo væri. En við skulum heldur eigi
ganga framhjá öðrum dæmum.
Minnist enginn þess, að bæði íslenskir og útlendir tog-
arar hafi veri að veiðum, að nóttu til, innan landhelgi,
ljóslausir, í misjöfnum veðrum? Hvað er hér framið? Er
hægt að ganga lengra en að virða að vettugi ákvæði, sem
vernda líf svo margra manna, til þess að fullnægja eigin-
girninni? Vitið þér hvað það þýðir er 40 — 50 skip eru á
veiðum í náttmyrkri á þröngu svæði, þegar brott tekin
hafa verið öll Ijósmerki þeirra og byrgt fyrir hverja glætu?
Haldið þér, að sérhverjum skipverja, sem þvingaður er
til að taka þátt í slíku ódæði, sé rótt innanbrjóts á slík-
um stundum og geta átt von á því, að á hverri mínútu
verði árekstur á annan sökudólg og, ef til vill, hverfi alt
til botns? Hvenær hefir verið gengið svona langt í bann-
lagabroti? Aldrei! Pó veit eg að enginn vill lina á land-
helgislögunum, hvað þá afnema þau. Mönnum er það
full Ijóst, að landhelgislögin hafi verið og eru brotin
svo að segja daglega. Menn hafa neytt allra bragða til
þess bæði að brjóta þau og koma sér undan hegningunni.
Sumir hafa jafnvel sýnt yfirvöldunum banatilræði, saman-
borið ferð H. Hafsteins við Dýrafjörð. Aðrir hafa rænt
þeim til útlanda, sambr. ræntu valdsmennirnir. Ef eigi
hefðu verið landhelgislögin myndu þessar hvatir aldrei
hafa vaknað hjá hlutaðeigendum. Því voru þau ekki af-
numin, fyrst þau kendu mönnum að fyrirlíta önnur lög?
Af því engum skynbærum manni dettur í hug að krefjast
að lög séu afnumin af þeim ástæðum. Eigi bannlögin að
afnemast fyrir þessa sök, heimtar réttlætið, að landhelgis-