Eimreiðin - 01.01.1921, Side 58
58
AÐFLUTNINGSBANNIÐ
[EIMREIÐIN
lögin færi sömu leiðina. En þjóðinni er það vel ljóst, að
hvorttveggju lögin eru henni tii blessunar, fái þau að
standa og starfa, og það gera þau megi hún ráða. Mönn-
um er það og vel Ijóst, að sum lög geta gert gagn, jafn-
vel þótt þau séu margbrotin, hvað þá ef þau fengi að
njóta sfn. Þess vegna á að fiamfylgja þeim eftir megni og
tryggja þau eftir þvi sem reynslan kennir, en nema þau
ekki úr gildi.
Önnur synd bannlaganna er talin sú, að þau hafi kent
mönnum að drekka alls konar ólyfjan, svo sem, brenslu-
spritt, hármeðul, benzin og fleira, og þess vegna er heimt-
að, að þau séu þegar afnumin. En þetta er í fylsta máta
rangt. Því er sumpart haldið fram af fávisku, en sumpart
af ásettu ráði, móti betri vitund, og er þá notað aðeins
sem vopn er vinna á lögunum ógagn. Ef vér leitum að
orsökinni, þá sjáum vér fljótt, að það eru gamlar brenni-
vínsfýsnir, sem hér eru að störfum. Eftir að sómatilfinn-
ingin og mótstöðuaflið voru svœfð í brennivíni, var auð-
velt að drekkja þeim í ólyfjan. Sú synd hvílir því á herðum
gömlu brennivínssalanna en ekki á bannlögunum. Eða
vitið þér mörg dæmi þess, að óspiltir menn hafi byrjað
á því af sjálfdáðum að leggja sér ólyfjan til munns?
Þriðja syndm, sem lögunum er eignuð, er vínnautn
ungdómsins, þeirra er eigi höfðu lært það áður en bannið
kom. Fyrir því er færð sú ástæða, að það þyki frægð
að vera fullur á móti lögum. Þetta er einnig í íylsta máta
rangt. Aðal sökin liggur hér hjá veitandanum, sem í flest-
um tilfellum er stærsti lögbrjóturinn. í öðru lagi á vín-
nautn þeirra rót sína að rekja til áhrifa frá eldri mönn-
um, er draga þá með sér inn á þessa braut, og í þriðja
lagi arfgeng fýsn frá forfeðrunum, fýsn, sem smátt og
smátt hyrfi ef henni væri aldrei fullnægt. Þér annbann-
ingar! Kafið ofan í djúpið eftir sannleiksperlunni áður
en þér fellið dóma yðar um bannlögin. Hræðist eigi birtu
hennar þótt hún í fyrstu hafi óþægileg áhrif á sjóntaug-
arnarl Rannsakið málið i Ijósi hennar og munuð þér
sannfærast um, að dómur yðar, sem þegar er fallinn, er
fálm hins blinda út i loftið.