Eimreiðin - 01.01.1921, Page 66
66
AÐFLUTNINGSBANNIÐ
IE1MREIÐIÍC
svívirtur og krossfestur. En frækornið lifði, breyttist í frjó-
anga og frjóangarnir í tré, sem óx og dafnaði og breiddi
að síðustu blöð sín um allan heim. Miljónir manna skýldu
sér og skýla sér enn undir blöðum þess. Þér andbann-
ingar! Þér getið svívirt málstað bannsins og krossfest hann
á krossi fávisku yðar og eigingirni. Þér getið ef til vill
fengið einhvern hluta þjóðarinnar til að trúa þvi, að það
sé rétt og nauðsynlegt og þvegið hendur yðar Pilatusar-
þvotti, en þér drepið aldrei frækornið. En munu hvatirn-
ar eigi eitthvað svipaðar þvi og hjá Heródesi, ef vel er að
gáð? Þér getið rifið hvert blað, slitið hverja grein og.
brotið stofninn, en þér náið aldrei til að eyðileggja fræ-
kornið. Það hefir þegar grafist svo djúpt inn í öruggasta
gróðurreitinn: meðvitund þjóðarinnar. Aftur og aftur fæð-
ast menn, sem vernda það og ljá því lið. Verði það veikt
eða afnumið nú, skipar þjóðin sér um það í annað sinn.
Og við þær þingkosningar verður spurt: ertu bannvinur?
Sú kemur stundin, að það frækorn vex og verður að tré,
er breiðir lim sin ekki einungis um land vort heldur um
heim allan. Sú kemur tíðin að í skjóli þess fær það besta
og göfugasta í mannssálinni að þroskast og fegrast. Sú
kemur tíðin, að miljónir manna leita hælis undir limi
þess og skýla sér þar fyrir hreti og næðingum lifsins. Þá
fær hver sinn dóm.
Reykjavik 15. des. 1920.
Gísli Jónsson.