Eimreiðin - 01.01.1921, Side 67
EIMREIÐIN)
67
Um listir alment.
Magnús A. Árnason.
Engum, sem taka vill eftir,
getur dulist það, að á íslaDdi er
ótrúlega mikill og aimennur á-
hugi á fögrum listum, ekki siður
en öðrum andlegum hreyfingum.
Það er þeim mun eftirtektarverð-
ara fyrir það, að flestar listir eru
enn í algerðri bernsku hjá okkur.
Á áhugi landsmanna sjálfsagt rót
sína að rekja til þess, hvað skáld-
skapurinn á sér djúpar rætur í
hjörtum flestra þeirra. Hefir sú
grein listarinnar þróast og þrifist
stöðugt í gegnum aldirnar, alt frá fyrstu bygð landsins, og
er svo samgróin þjóðinni, að heita má að annar hver
maður sé hagyrðingur. Það er því engin furða, þótt þeir
taki opnum örmum við hinum nýju listunum. Enda er
skyldleikinn ekki lítill, eftir því sem Benedikt Gröndal
segir, ef eg man man rétt: »011 list er skáldskapur og allir
listamenn eru skáld. Því er enginn greinarmunur gerður
á þessum hlutum«. Þetta er hárrétt. Það mun alt af sama
toganum spunnið.
Hitt vekur þó ekki síður undrun eftirtakandans, hvað
menn virðast gera sér litla og óljósa grein fyrir þýðingu
listarinnar og gildi. Þessvegna langar mig að taka það
nokkuð til athugunar, eins og sá hlýtur að gera, sem
leggur inn á brautir listarinnar. Listamenn okkar hafa
verið furðu fámálir um þessi efni og hafa eigi lítið dregið
úr gengi sínu með því. Skilningurinn er skilyrði fyrir
áhuga. Þessvegna langar mig ennfremur að birta hér
J>ann fróðleik, sem eg hefi verið að snapa saman upp á
eigin spýtur, ef »Eimreiðin« vill verða svo litillát að taka
það. Liggur þá næst að athuga: Hvað er list? Hér munu