Eimreiðin - 01.01.1921, Side 72
72 UM LISTIR ALMENT [EIMreiðin.
sínum nein heiti, heldur flokka þær niður á sama hátt
og gert er við sónötur tónskáldanna. Kalla þær t. d. Só-
nötu nr. 1, 2, 3, o. s. frv. Skýring þeirra á þessu tiltæki
er sú, að eins og tónskáldin geti samið sónötur sínar, án
þess að hafa nokkuð hlutsætt efni fyrir sjer, á sama hátt
sé þeim fullkomlega leyfilegt að mála það, sem þeim
dettur í hug. Petta er nokkuð snjöll hugmynd, fljótt á
litið. En hún bara strandar á því afleita skeri, að vera
ekki staðreynd. Augað er hlutsæara en eyrað og hlýtur
þessvegna að gera gerólíkar kröfur. Það mundi því taka
miljón ár að breyta þessum eiginleikum skynfæranna, til
þess að gera manninn hæfan til að njóta þessarar nýju
listar. Mikið skal til mikils vinna. — Tónarnir eiga sér
hljómgrunn í hjarta mannsins. Þeir eru rödd hjartans og
mál tilfinninganna. Maðurinn er lágmæltur í sorgum sín-
um, en hávær í reiði sinni og geðshræringum. Tónlistin
byggist á þessum eiginleikum meðal annars. Áhrifa list-
anna gætir miklu minna á tilfinningarnar, þó þeir séu
bæði Ijósir og dökkir, hlýir og kaldir, veikir og sterkir.
Öllum, sem eyru hafa og heyra, finst mikið til um nið
hafsins og nið söngva þess. Þó geta engir menn heyrt
það á sama hátt á sömu stundu. Par þykist hver þekkja
sína eigin rödd. Það er alt komið undir geðblæ manna
og stundarskapi. Öllum, sem á hafið horfa, hlýtur a&
bera saman um það, hvort það er ládautl eða brimsollið.
Málara- og myndhöggvara-listin er ímynd hinnar sýni-
legu fegurðar.
Náskyld síðastnefndri stefnu er framtíðar-stefnan (Fu-
turism). Skal eigi lengi dvalið við þá list, þó hún hafi
sínar ófullkomnu afsakanir fyrir tilverurétti sínum. Fram-
tíðarstefnan og fleira af því tagi er, að mínu áliti, eins-
konar gereyðing (Anarchism) í heimi listarinnar, á sama
hátt og »jazz« í sönglistinni. En, sem betur fer, munu
þetta alt vera augnabliksbólur, sem hjaðna í súgi áranna;
halastjörnur, sem reka snöggvast skott sitt á jörðina okk-
ar og hverfa svo út í eilífan geiminn. Stjórnleysingja-
stefnan hefir aldrei náð útbreiðslu i heiminum, þó hún
hafi verið nokkuð lengi við lýði.