Eimreiðin - 01.01.1921, Qupperneq 74
74
UM LISTIR ALMENT
1EIMREIÐIN
listamannaefni okkar á, að fara hingað til Vesturheims til
listanáms. Það læt eg alveg liggja milli hluta. Samt eru
tvö atriði, sem ekki verður gengið framhjá, þegar um
Ameríku er að ræða í þessu sambandi. Og það er fyrst
og fremst hið frjálslega skólafyrirkomulag, sem hér er.
Þar er mikill munur á Norður- og Vestur-álfunni. Um
það get eg borið af eigin reynslu. Efast eg ekki um, að
fleiri frjálsbornum íslendingum en mér mundi falla það
vel í geð. Hitt atriðið er þó þýðingarmeira og það er að
hér geta menn verið »gentlemen« þó þeir vinni, vinni
fyrir sér. í því er Ameríka öld á undan Evrópu.
Lesarinn hefir ef til vill veitt því eftirtekt, að hér að
framan hefir ekki enn verið minst á þá stefnu, sem sá,
er þetta ritar, mundi geta felt sig við. Það er rétt. Henn-
ar er ógetið enn. Það er hugsjónastefnan.
Mjög margir listamenn halda því fram, að það hafi
enga þýðingu hvað tekið sé til meðferðar í listaverki,
heldur hvernig með það er farið. Eða eins og Guðmundur
á Sandi kemst að orði: »Gildi skáldskaparins liggur ekki
í því hvað sagt er, heldur hvernig það er sagt«. Um þetta
má deila og mun verða deilt.
Á blómaöld gerbótatímabilsins, þegar listirnar náðu há-
marki sínu og hver snillingurinn reis upp öðrum meiri,
þá notuðu menn listirnar til að setja fram þær æðstu
hugsjónir sem þá voru efst á baugi. Þá urðu til flestar
ágætustu Biblíu-myndir. Þá notuðu menn listirnar til að
litbreiða kristna trú (propaganda).
Nútíminn á einnig sínar háleitu hugsjónir. Sumar þeirra
eru enn í bernsku og bornar á herðum einstakra manna.
Listamenn eru hugsjónamenn, ekki síður en aðrir andans
frömuðir. Hvað er þá eðlilegra en að þeir selji hugsjónir
sínar fram í listaverkum? Sú mynd, sem hefir sögu eða
hugsjón á bak við sig, hlýtur að vera dýpri að gildi,
heldur en hin, sem sýnir einhvern ómerkilegan hlut, þó
vel sé gerð. Hvað getur prýtt meira fagran mann en
góðar gáfur? Gáfur eru manngildi.
Það er hlutverk okkar, sem nú erum uppi, að leggja
grundvöllinn undir íslenska list. Það ríður því ekki á litlu