Eimreiðin - 01.01.1921, Qupperneq 75
ÍEIMREIÐIN]
UM LISTIR ALMENT
75
að við vitum og skiljum skyldur okkar. »í kili skal kjar-
viður«. Það hefir sýnt sig, að það illa er engu síður til
eftirbreytni fyrir óþroskaðar sálir, heldur en hitt, sem vel
«r gert. Pað leiðir því af sjálfu sér, að við reynum að
leiða liesta okkar fram hjá foraði öfganna og göngum þar
að garði sem heilnæmi b5rr.
því verður ekki mótmælt, að myndarlega sé af stað
farið, þar sem Einar Jónsson gengur í broddi fylkingar.
Menn athugi »Brautryðjandann«, myndina á fótstallanum
á minnismerki Jóns Sigurðssonar. Sú mynd er tífalt meira
listaverk heldur en myndin af manninum sem uppi á
istallanum stendur og tíu sinnum Jónslegri líka. Enda eru
þessar myndir til orðnar undir ólíkum kringumstæðum.
Sú fyrri er sjálfstæð hugsmíð listamannsins og gjöf. Sú
aíðari er gerð »samkvæmt beiðnk. Þetta er vert þess að
veita því athygli. Ben. Gröndal segir einnig: »Nauðsyn
mannvitsins gengur í gegn þörfinni fj'rir frelsi listar-
innar«.
Hið ókunna er að sönnu heillandi, eins og ósnert kona.
En þekkingin er varanleg og á sér ótakmörkuð svið rann-
sóknanna. Svefninn á sína drauma og dauðinn sjálfsagt
lika. Mannsandann hefir altaf verið að dreyma. Þess vegna
er guðsmyndin til orðin. Samt erum við engu nær og
verðum líklega litlu nær næstu miljón árin. Hversvegna
iskyldum við þá ekki reyna, að una því sem best, sem í
kringum okkur er? Náttúran er full af fegurð og sam-
ræmi, hvert sem augað lítur. Alt er ljótt, sem er ónáttúr-
legt. Þetta á eins við tískutildur kvenna. List og fegurð
«ru óaðskiljanlegar, eins og samgrónir tvíburar. List án
fegurðar er eins og sálarlaus líkami.
Eg hefi hitt og heyrt svo marga íslenska alþýðumenn,
að það væri að hella í fullan mæli, að eggja þá á að
líta í kringum sig. Eg dáist að eftirtekt þeirra og tilfinn-
ingum fyrir fegurð náttúrunnar Listin er vaxin út úr
náttúrinni, eins og lífið sjálft. Þessvegna trúi eg því, að
ísland verði framtíðarheimaland sannra lista. Því þurfum
við líka að trúa. Við notum rafmagnið og þekkjum ýmsa
Æiginleika þess, en um uppruna þess er okkur ókunnugt.