Eimreiðin - 01.01.1921, Page 78
78
UM LISTIR ALMENT
1EIMREIÐIN5
50 — fimmtiu — skáldalaun. Þó er hann verri en þýð-
ingarlaus. Því það særir sjálfstæðistilfinninguna í meðvit-
und allra sannra íslendinga, að verða enn að viðurkenna
það, að þeir lúti þessum erlenda kóngi við Eyrarsund.
Við eigum okkar eigin konunga, sem við lítum að eins
með lotning aðdáunarinnar, konunga andans, skáldin okk-
ar, listamennina og vísindamennina. Það eru þeir, sem
greiða götu mannkynsins og fjarlægja það frá dýrinu,.
leiða það inn til guðheima fegurðar og visku, úr ófegurð'
helheims og fáfræði.
San Francisco, í nóvember 1920.
Magnús A. Arnason^
Draugur.
Þrisvar hafði ’ann hringinn gengið.
hvílst á þessum sama steini,
ætlað þaðan beint til bæjar:
— Bilar kjarkur ungum sveini.
Þjóta í bylgjum hiti og hrollur,
heyja stríð í sjúku brjósti.
— Sveitar leitar augum otar
ungur sveinn mót hríðargjósti.
Úlfgrá þoka öllum megin,
ýlfrar stormur, rýkur mjöllin.
Byljir grípa orð og óma
engir svo að heyri köllin.
Hugsun eins og lúnir limir
læsist myrkum klaka dróma.