Eimreiðin - 01.01.1921, Page 85
EIMREIÐINl
DRAUGUR
85
eins og stormkast á hann skylli,
eða háfext bylgja græðis.
Hopar Mundi, grátnu geði.
»Góði«, kallar, »hættu afi,
því segirðu »draugur, draugur«
dáið þó eg aldrei hafi?«
Afi gamli ekkert heyrir,
áfram stígur, hveljur sýpur,
bitur á jaxl og báðum höndum
birkilurkinn hátt upp grípur.
»Dragnast burtu draugur héðan,
draugur! annars skaltu finna
högg á illum hausi þínum,
hækjan mín skal á þér vinna«.
Hopar Mundi, eitt skret aftur
— inn í gegnum vegginn svarta,
— inn í dáins dvalarheima
dulda þagnarrikið bjarta.
Afi þurkar sig og signir
setur krossmark vegginn yfir.
»Slagbrand þessum slæ eg fyrir
slíkum trúi’ eg ei þú bifir!«
Muldrar hann og haltrar innar.
Heyrðist þá í veikum tóni
undurlágt og ekka blandið:
»— Elsku mamma, — Gunna, — Skjóni! — «
Hugall Hálendingur.