Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1921, Side 90

Eimreiðin - 01.01.1921, Side 90
DO UPP TIL FJALLA [EIMREIÐIN jaðar Hallmundarhrauns, rétt hjá Surtshelli, sem hvert mannsbarn á landinu kannast við. Skoðuðum við hann nokkuð, en enginn tími var til að gera það rækilega. Þar er dimt og draugalegt, gólfið víðast þakið stórgrýtisurð, sem er vot af berglekanum og afarill yfirferðar. Hellirinn er talinn að vera 1241 m. á lengd, 11 á hæð og 15 á breidd. Aðalop hans er 338 m. yfir sjó, í flötu helluhrauni og sjást þar engin missmiði, sem hann er, svo að síst gæti ókunnugan grunað, að þarna væri slíkir salir og hvelfingar niðri i jörðinni. Að lýsa Surtshelli væri mér ofviða, enda hefir það verið gert, og getur hver sem vill ieitað sér upplýsinga þangað.1) Alllangt fyrir norðan hellinn er Vopnalág, iöng og fögur graslaut, og segir sagan að þar hafi hellismenn sofið, þá er þeir voru að fénaðarránum sínum, nokkru fyrir göngur á haustin. Stungu þeir vopnum sínum í völl- inn, en bóndasonur sá frá Kalmanstungu, er sveik þá, hafi sagt til þeirra þar, svo þeir urðu unnir. Þá voru þau sögð, þessi alkunnu viðvörunarorð: »Varaðu þig Valna- stakkur, fallinn er hann Fjögramaki«. Átti sá, er talað var til, að hafa verið í kufli úr sauðarvölum. Norðan við Vopnalág liggur vegurinn eftir löngum hálsi, þökfum vind- og ísnúnu grásteinsrusli, en sumstaðar Grettistök, mannhæðarhá eða meir. Háls þessi er kendnr við einn hellismanna er drepinn var á honum, og nefndur þorvalds- háls. Sagt er að undir einu Grettistakinu norðarlega á hálsinum hafi orðið úti maður. Voru þeir tveir satnan veiðimenn frá Kalmanstungu, og komu norðan af heiðum um haust. Hafði annar orðið votur, en norðanhríð var á; komst hann að kletti þessum og varð þar til, og þóttu þar reimleikar nokkrir er frá leið. Hinn komst heim að Kalmanstungu við illan leik. Undir miðnætti komum við norður að Arnarvatni og tjölduðum við Búðará. Niðdimm þokan, köld og hráslaga- leg lá yfir öllu og ýrði úr henni því nær ósýnilegum vatnsdropum, sem gerðu hestana og klæði okkar grá. I) Porv. Thoroddsen; I.ýsing íslands II bls. 89—91. Skímir 1910 bls. 330 —41.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.