Eimreiðin - 01.01.1921, Page 96
96
UPP TIL FJALLA
IEIMREIÐIN
falla tvær ár litlar í vatnið, Tjarná og Svartá. Milli
þeirra hafði verið bær til forna, er sumir nefna Svartár-
kot. Tóftir sjást þar enn, og lét kapt. D. Bruun grafa þær
upp sumarið 1897; fundust þar þá fornleifar nokkrar,
svo sem hringja úr bronsi, snerill, steinkoia o. fl.1)
Svo sem kunnugt er, falla tveir skriðjöklar ofan í Hvít-
árvatn. Brotna oft stór stykki framan af þeim út í vatn-
ið og sveima svo um það, því það er djúpt. Er þá líkast
að sjá, sem fjöldi báta með hvítum seglum væri þar á
siglingu. Skriðufell heitir fjall það er skriðjöklarnir ganga
sinn hvoru megin við; er það girt af jöklum á þrjá vegu,
en vatninu á þann fjórða. Þó voru kindur í því eitt haust
ekki fyrir löngu, er gangnamenn komu. Vissi enginn
hvernig þær hefði þangað komist, giskað á að þær hefði
hlaupið jökulinn um vorið, áður en vetrarsnjóinn leysti
ofan af sprungunum. Þær voru síðan sóttar á báti.
»Strýtur« í Kjalhrauni.
1) D. Bruun: Gjennem aílolkede Bygder, Árbók Fornleifafél. 1898, bls. 9. —