Eimreiðin - 01.01.1921, Qupperneq 100
100
ÞÚSUND OG EIN NÓTT
[EIMREIÐIN
Alveg er rétt sú tilgáta F. J., að annar þýðandanna sé
síra Pétur Björnsson á Tjörn, en það er þar á móti ekki
rétt, að hinn þýðandinn sé síra Jón Magnússon í Vest-
urhópshólum. Sá síra Jón, sem nefndur er á titilblaðinu,
er síra Jón Guðmundsson á Melstað, er áður hafði lengi
verið prestur á Hvanneyri í Siglufirði (d. 1814). Hafði
síra Jón þýtt alt ritið, en síra Pétur að eins fyrra hlut-
ann. Pegar nú handrit sira Péturs þraut, tóku þeir feðgar
seinna hlutann af þýðingu síra Jóns og skeyttu aítan við
þýðing síra Péturs. Báðir hafa þeir haft fyrir sér hina
dönsku þýðing af Púsund og einni nótt, sem út kom í
Kaupmannahöfn 1746.
Sú tilgáta F. J. er og rétt, að Elín sú Stefánsdóttir,
sem um getur i vísunum, sé Elín kona síra Bjarna Jóns-
sonar á Breiðabólstað í Vesturhópi.
Pess má geta í þessu sambandi, að til er önnur þýðing
í handriti af Púsund og einni nótt, einnig gerð eftir
dönsku útgáfunni (1746). Er þá þýðing nú að finna í
handritasafni Landsbókasafnsins í þrem bindum, Lbs.
663-664, 4to., og er hún þangað komin með handritum
síra Eggerts Bríms á Höskuldsstöðum. Er sú þýðing eftir
Jón Porsteinsson, gerð fyrir Porstein Þorsteinsson, og mun
það vera Þorsteinn á Heiði, síðast i Málmey (d. 1863), og
með hans hendi er handritið, skrifað nálægt 1830 — 1840.
Páll Eggert Ólason.