Eimreiðin - 01.01.1921, Page 110
110
TRÚARBRÖGÐ OG VÍSINDI
IEIMKEIBIN
og bróðurelsku. Sömu viðfangsefni þjáninga, fátæktar og
sorgar, gama eilífa skyldan, sú að tala sannleika, lita
hreinlega og elska meðbræðurna.
Eg bið mér leyft að víkja nokkru nánar að því, hvað
eg skil við hina jákvæðu, praktisku hlið trúarbragðanna.
Jafnvel áður en kristni hófst, voru sumir menn komnir
svo langt áleiðis andlega, að þeim skildist það, að engi
sálarbót væri að tómum helgisiðum og blóðugum fórnum,
sem menn á hinum myrkari öldum hugðust geta blíðkað
með guðdóminn. Sumum var þetta ljósara en öðrum.
Fyrir meira en 2000 árum var uppi maður að nafni
Mika frá Móreset, er reit þessi eftirtektarverðu orð:
»Með hvað á eg að koma fram fyrir drottinn, beygja
mig fyrir guði á hæðum? Á eg að koma fram fyrir hann
með brennifórnir, með ársgamla kálfa? Hefir droltinn
þóknun á þústmdum hrúta, á tíu þúsundum olíulækja?
Á eg að fórna frumgetnum syni mínum fyrir misgjörð
mina, ávexti kviðar mins sem syndafórn sálar minnar?
Hann hefir sagt þér, maður, hvað gott sé. Og hvað heimtar
drottinn annað af þér en að gera rétt, ástunda kærleika
og framganga í lítillæti fyrir guði þínum?«
Að gera rétt, að elska miskunnsemi, að framganga í lítil-
læti, að iðka hinar einföldu dygðir: réttlæti, meðaumkvun,
lotningu! Parna er komin í ágripi trúin, er liggur að
baki öllum trúarbrögðum, trúin, sem nú i dag er svo
augljóslega og frekjulega að engu höfð í Flandern af
mönnum, er kalla sig kristna. Góði guð, frelsa oss frá
þeim kristindómi, sem virðir einskis réttlæti, miskunn og
guðsótta.
Og hvað heimtar eilífðin af oss meira en að iðka þessar
þúsund ára gömlu dygðir? Hvað meira? Nú er öld nýrra
upplýsinga og nýrra opinberana; er þá ekkert meira af oss
heimtað? Vissulega er meira af oss krafist. Um það meg-
um vér vissir vera, þegar vísindin hafa kent oss nýjar
aðferðir til að greina staðreynd frá þjóðsögu, kent oss að
þekkja hin ósveigjanlegu lög náttúrunnar, sem eru guðs
lög, þá verður eins af oss krafist: að halda fast við sann-