Eimreiðin - 01.01.1921, Qupperneq 115
KIMREIÐIN]
RITSJÁ
115
»framförunum« okkar þó að menn hugsuðu nokkuð meira en
gert er, um eilifðina bak við árin.
Sigurður Nordal: SNORRI STURLUSON, Reykjavík 1920, í*ór.
B. Porlaksson.
Hér kemur góð bók um merkilegt efni. Sigurður Nordal pró-
fessor er búinn að sýna það, að hann er einn af ritfærustu
mönnum, þeirra er nú rita á islenska tungu, og hér hefir hann
með höndum það efni, sem bæði er í sjálfu sér mikið og auk
þess sýnist liggja sérlega vel fyrir honum. Nýtur sín þar hvort-
tveggja jafn vel, lærdómur hans i fornum fræðum og hæfileiki
hans að fást við mannlýsingar og ritskýringar. Pað er þetta tvent
sem mun gera bók þessa vinsæla og víða lesna með áhuga og
og til gagns. Pað vill oft brenna við, að þeir, sem eru »lærðir«,
þorna upp í fróðleik sinum, en á hinn bóginn skrifa aðrir lipr-
an stil og laðandi, en spilla áhrifunum með þekkingarleysi og
grunnfærni, svo að niðurstöðurnar standast illa, þegar þær koma
fyrir dóm »þeirra lærðu«. Hér ætti ekki að vera hætta á þessu.
Bókin er skrifuð með listina fyrir augum og sniðin eftir þeim
kröfum, en um leið skín alstaðar í gegn grunnmúruð þekking
þess manns, sem ekki hefir hlíft sér við að pæla gegnum allar
verslu holurðir nákvæmrar visindarannsóknar. Hann hefir beitt
við sjálfan sig þeim gullnu reglum, sem hann hefir fundið hjá
söguhetjunni, Snorra.
Bókinni er skift í 7 þætti og er fyrsti þátturinn »æfiferill og
verk«. Er æfisaga Snorra fyrst rakin stuttlega (of stuttlega að
mér finnst) og því næst snýr höf. sér að verkum hans, sýnir
fram á það, á hverju það sé bygt, að hann sé höf. Eddu og
Heimskringlu og hvernig þær séu til orðnar. Eglu-tilgátu Ólsens
vill hann ekki fallast á, þótt hann á hinn bóginn neiti því ekki,
að Snorri geti verið höf. Eglu. Ekki er eg viss um að það sé
rétt, að Snorri hafi stansað við upphaf Sverrissögu af því, að
liann hafi ekki treyst sér að bæta um hana (bls. 29). Pví að þótt
Sverrissaga sé mikið meistaraverk, þá er hún mjög fjarri þvi að
vera eftir listarreglum Snorra. Hún er (einkum fyrri parturinn)
full af smáatriðum, sem glepja söguheildina og skyggja á orsaka-
þræðina, og Snorri hefði án efa getað bætt hana stórum í þessu
efni. Auk þess sýnir Nordal, að Snorri skirðist ekki við að rita
það, sem áður hafði verið stórvel gert. Annaöhvort hefir Snorri
ekki enst til að skrifa lengra, eða hann hefir ekki kært sig um
það. Pað er yfirleitt ógerningur að ætla sér að færa ástæður
fyrir því hvers vegna menn skrifa ekki um þetta eða hitt nema
alveg sérstaklega standi á (t. d. kafli feldur úr í miðri sögu eða
slíkt). Er kafli þessi mjög fróðlegur um uppruna og efniviðu
þessara höfuðrita Snorra.