Eimreiðin - 01.01.1921, Qupperneq 118
118
RITSJÁ
IEIMRE1ÐIN
ISLANDICA Vol. XII: MODERN ICELANDIC by Halldór Her-
mannsson, 1919.
ISLANDICA Vol. XIII: BIBLIOGRAPHY OF THE EDDAS by
Halldór Hermannsson, 1920.
Halldór Hermannsson er drjúgur starfsmaöur og »Islandica«
hans skilar sér reglulega á ári hverju. Eru nú tvö hefti hér til
umtals i einu, annað um islenska tungu nútimans og hitt bók-
fræði Eddanna.
Ritgerðin um islenska tungu er 66 bls. Er saga málsins rakin
frá upphafi íslands bygðar og vitanlega farið nokkuð fljólt yfir
sögu, en þó getið helstu.breytinga, sem orðið hafa, og hvað peim
hafl valdið. Úr pví kemur fram um siðaskiftin er farið nokkru
greinilegar yfir, og pó einkum eftir að endurreisn málsins hefst.
Ritgerðin er skrifuð af hinni miklu og alkunnu pekkingu höf. og
er frábærlega ijós og látlaus eins og annað frá hans hendi. Verð-
ur manni oft á að óska pess að eiga ritgerðir hans á íslensku,
og eins pess, að hann vildi skrifa bók, stóra bók um eitthvert pað
efni, sem okkur vanhagar um í sögu landsins, en pað er margt.
Hitt heftið: »Bókfræði Eddanna« er nokkru stærra, 95 bls.
Eru par taldar útgáfur allar af báðum Eddunum, Sæmundar og
Snorra, þýðingar á peim á erlendar tungur og auk pess tínt til
pað, sem um pær hefir verið ritað. Loks er registur. Er alt þetta
talið með nákvæmni mikilli, og lýst öllu pvi, er pykir heyra til
bókfræðinni, en ekki kann eg um að dæma, hve purausið efnið
er. Sýnist pó vera langt farið og nærri gengið. M. J.
Johannes E. Hohlenberg: YOGA og gildi pess fyrir Evrópu.
Þýtt h afa Ingimar Jónsson og Pórbergur Þórðarson. Rvík. Bóka-
verslun Ársæls Árnasonar. 1920.
Pað er margt, sem breytst hefir hér á landi á siðustu tímum.
Síminn er orðinn úreltur og bifreiðar hversdagslegar. Flugvélar
koma hingað og fallvötn á að virkja. — En engu minni er breyt-
ingin á andlega sviðinu. Til skamms tíma var hugsað eftir æfa-
gömlum, marg viðurkendum reglum um alt og alla, en nú skella
hér að ströndum alls konar nýjungar utan úr heimi, svo ekki
er furða pótt rosknum og ráðsettum pyki nóg um. Og fólkið
hlustar »hálfhrætt og hálffegið« á alt þetta. í trúarbrögðum var
hér talað um nýja guðfræði fyrir nokkrum árum. Nú er hún
orðin garaaldags, en Peósófi og allskonar »New thought« ber að
dyrum og fær inngöngu. í stjórnmálum gerast sumir »eldrauðir«
að hætti bolsévikka á Rússlandi, og annaö fer eftir pessu. Og
hví skyldi pá ekki líka Yoga-spekin koma. Hún er indversk, en
nú er orðið svo stutt milli Indlands og íslands.
Sá sem petta ritar vill engan dóm leggja á bókina. Til pess
parf miklu meiri »lesningu«, en hann hefir í pessum fræðum,