Eimreiðin - 01.01.1921, Page 120
120
RITSJÁ
[EIMREIÐIN
verulegs mannkærleika og umburðarlyndis, sú að finna jafnan
það góða bak við og yfir öllu því harkalega og áferðarljóta í
fari bræðranna. Æfintýrin eru svo að segja öll þrungin at' þessu
og sýnast beinlínis skrifuð i þeim tilgangi að piédika mönnum
þennan sannleika. Er síst hægt við því að amast.
Yfirleitt er frásögnin lipur og fjörug og smellnar líkingar hitt-
ast talsvert víða. Eg tek til dæmis æfintýrið »Sólin kemur« (bls.
39), sem er skrifað af miklu fjöri og imyndunarafli, sem ekki
hittist á hverju strái. Kýmni bregður og víða fyrir, svo sem í
æfintýrinu »Efnaleysi« (bls. 85). »Brúin« (bls. 88) bregður upp
skýrum myndum og nöprum.
_En piédikunartónninn er full ofarlega í skáldinu. Tilgangur
æfintýranna og »mórall« liggur of mikið á yfirborðinu og gerir
þau minni listaverk fyrir bragðið. Frásögnin verður oft og ein-
att of sundurliðuð i hliðstæða kafla, og þreytir lesandann, þegar
hægt er svo að segja að vita fyrirfram hvað næst muni koma.
Þetta kemur án efa af þvi, að höfundurinn skrifar of mikið og
meltir of óvandlega efni sitt. Með þessari starfs aðferð má temja
sér ákveðið form, og skrifa æfintýri um alt milli himins og
jarðar, pólítík, trúarbrögð, landbúnað og hvað sem vera vill, og
þá er listin að þrotum komin og betra miklu að láta hana fara
og skrifa greinar um þessa hluti. Æfinlýri þessi eru flest kyn-
góðir ávextir en óþroskaðir eða hálfþroskaðir. Það er miklu
meira af viti og lífsspeki i bókinni en skáldskap, bæði æfintýr-
unum og kvæðunum.
Öræfagróður er gott nafn. Bæði getur það átt við örðugleika
skáldsins, sem er bundinn öðrum önnum dagsins. Skáldskapur-
inn verður »öræfagróður«, grastoppar, sem brjótast fram í óblíðu
og erfiðum kringumstæðum. En ekki mun það síður eiga hér
að tákna þær kenningar, sem bókin flytur. Því sæði er sáð i ör-
æfum, og guð mun ráða hvað upp af þvi kemur. En kenningar
bókarinnar eru áreiðanlega fagrar og göfgandi.
Gunnar Gunnarsson: SALIGE ER DE ENFOLDIGE. Roman.
Gyldendalske Boghandel 1920.
Saga þessi gerist í Reykjavík, og fer öll fram á 7 dögum, þegar
kvefpestin mikla geysaði. Hún er um lítinn hóp fólks, og eink-
um þrjár persónur, Grím Elliðagrím læknir og frú Vigdísi konu
hans og Pál Einarsson. Grímur og Vigdis unnast og treysta hvort
öðru fullkomlega, en Páll Einarsson er fastráðinn í því að
sprengja þau bönd, og varpa Grími i glötun Hann þekkir þau
vel, og kann vel að leika á þá strengi, sem síst skyldi. Drepsóttin
kemur og Grímur ofbýður kröftura sinum með næturvökum og
erfiði. Gamall kunningsskaþur með Páli og Vigdísi er handfesta
sú, sem Páll notar, og kemnr því loks svo, að sjálft traustið,