Aldamót - 01.01.1899, Blaðsíða 86
86
framúrskaranda kappi og tók eitt sæmdarpröfið eftir annað,
Og sérstaklega lagði hann fyrir sig heimspeki. En tyítugur
var hann orðinn, þegar hann af hending datt ofan á eitt eintak
pientað af bihlíunni á latínu í hóbasafni háskólans. Hann
vissi ekki af því fyrr en þá, að slík hók var til. Hann för
undir eins að lesa í hinni helgu hók, og það opnaðist hrátt fyrir
honum nýr andans heimur. Um þetta leyti sýktist hann, og
það hæði á líkama og sál, meðfram af of mikilli vinnu, en með-
fram af umbrotum þeim i huga hans, sem iesturinn í bihlíunni
hafði í för með sér. Sjúkdómskast þetta ieið hjá; en upp frá
þessu var hann ákveðinn i því. þó að hann vissi, að það myndi
vorða föður sínum í bráð hrygðarefni, að hætta að húa sig
uudir veraldlega hefðarstöðu, sem telja mátti víst að biði hans,
ef hann viidi í þá átt leita, en leggja i þess stað fyrir sig guð-
fræðisnám. En svo kom einn alvariegur atburður eftir annan
fyrir skömmu síðar, sem fjTrir fult og alt staðfesti þennan á-
setning hans. Hann misti vin sinn einn á voveiflegan hátt.
Seinna var liann úti í voðalegu þrumuveðri, einn síns liðs.
Dauðans angist greiphann, og i angistinni hét hann því, að
ganga í klaustur og gjörast munkur,ef hann frelsaðist úr hætt-
unni. Hann liélt heit sitt. Nýorðinn meistari og doktor í
heimspeki gekk liann þvert á möti vilja allra vina sinna og
vandamanna í Agústínmunka-klaustrið þar i Erfurt árið 1505.
Iiann hugði að leita sálu sinni friðar með því á þennan hátt að
loka sig út úr heiminum. En hann sannfærðist um það æ því
betur, sem hann dvaldi þar lengur og heygði sig dýpra undir
guðræknisregJnr þa r. < r þar voru ráðandi, aö ekkeit slíkt full-
nægir mannssálinni.þegar hún er í sínum mestu nauðum stödd.
Og þó var hann nú kcminn á þann hlett, sem honum hafði
virst vera og alment var talinn helgasti reiturinn í kristninni.
Aðalatriðið i hinni umturnuðu þátíðark'rkju var það, og það
kom auðvitað hvergi eins sterklega fram eins og í klaustur-
Jifnaðinum, að maðurinn gæti áunnið sér náð hjá guði með svo
kölluðum ytri göðvei kum og áiögum. Hin heiðinglega verka-
réttlætis-hugmynd kom þar fram í sínum algleymingi. Enginn
hefir víst með meiri samviskusemi lagt sig undir helgisiða-
reglúr munklífsins en Lúter gjörði. En það reyndi liann til
þrautar, að í þeirri lífsstefnu var ekki unt að finna frið fyrir
syndmædda sálina. Til ómetanlegrar hamingju varð honum
það, er Staupitz, yfirmaður Agústínmunka-reglunnar, á visi-
tasíu sinni J<ar í klaustrinu gaf honum biblíuna og ráðlagði
honurn að lt-ita sér l.uggunar í lestri hennar. Upp frá því fór