Aldamót - 01.01.1899, Síða 172
um efnum. Alt, sem þar er tekið fram, miðar til þess að sýna,
hve sú stefna er fráleit og öfgafull. þar er alls ekkert talað um
þær vísindalegu rannsöknir, sem gjörðar hafa verið af hálfu
trúaðra manna, út af sögu gamla testamentisins. Til þess fanst
mér þurfa annan fyrirlestur, og öll þessi ár heíir mig langað til
að rita um það efni. En það hefir farist fyrir, af því nóg annað
hefir verið fyrir hendi. Nú hefir þetta atriði verið dregið fram
af öðrum, og ef mér endast kraftar, langar mig til að segja eitt-
hvað um það frá mínu sjónarmiði áður en langt um líður. En
um innblásturskenninguna stendur í fyrirlestrinum um gildi
gamla testamentisins það, sem nú skal greina :
,,Vér segjum, að biblían sé innhlásin af guði, og meinum
með því, að drottinn hafi opinberað hinum helgu höfundum ráð
sitt mönnunum til sáluhjálpar,—að það, sem oss er nauðsynlegt
að vita oss til sáluhjálpar, sé þar fram sett eftir sérlegri tilhlut-
un drottins og með aðstoð hans anda, án þess mannlcgur skiln-
ingsskortur eða ófullkomleiki hafi komist þar að til að rýra
sannleiksgildi þess.
Vér staðhæfum ekki, að hihlían sé guðdömlega fullkomin
bök og að ekki sé unt að benda á neitt, er sýni. að mennirnir, er
hafa fært hana í letur sem verkfæri í drottins hendi, hafi verið
ófullkomnir eins og aðrir menn.
Vér játum þvert á móti, að eins og líkami frelsara vors .Jesú
Krists var jaiðneskur og um leið öfullkominn, eins er hinn ytri
búningur guðlegrar opinberunar í biblíunni jarðneskur og
ófullkominn.
Eins og hið andlega eðli frelsarans var fullkomið og að öðru
leyti óháð syndarinnar lögmáli, eins er sú opinberun, sem drott-
inn hefir gefið tuönnunum gegn um erindsreka^sína, öldungis
fullkomin og fullnægjandi fyrir manninn í sáluhjálparefnum
hans. Þar er ekkert, sein leit.t geti sál hans afvega, né heillað
anda hans inn á nokkurar villihrautir.
Með þessu er "enginn bókstaflegur innblástur ritningar-
innar kendur, endalhöfum vér aldrei'gjört þá kenning að vorri
kenning..................
En með því, sem hér erjtekið fram, er það kent, að biblían
sé að öllu leyti áreiðanlegur leiðtogi fyrir manninn í trúarefn-
um,'af því drottinn hafi þannig upplýst skilningíþeirra manna,
er hann lét klæða ‘hugsanir sínar.J búning mannlegra orða og
færa þær í letur, að þar sem um sáluhjálpleg sannindi var að
ræða, hafi engin villa komist að, þótt orðin. tungumál mann-