Morgunblaðið - 10.05.2001, Síða 4

Morgunblaðið - 10.05.2001, Síða 4
ÍSHELLAR geta verið fullir dul- úðar og þessi hellir í Eyjabakka- jökli í norðausturhluta Vatnajökuls er þar engin undantekning. Ýmsir ferðalangar hafa lagt leið sína að hellinum að undanförnu til að dást að þessari undrasmíð náttúrunnar sem vissulega er töfrum gædd. Íshellir í Eyjabakka- jökli FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ RÍKISSÁTTASEMJARI hefur boð- að deiluaðila í sjómannadeilunni til nýs sáttafundar kl. 15 í dag. Þá hef- ur Árni M. Mathiesen, sjávarútvegs- ráðherra, boðað forsvarsmenn Sjó- mannasambandsins og FFSÍ til fundar kl. 9 í dag til að fara yfir stöðuna í sjómannadeilunni. Sjávarútvegsráðherra segist von- ast til að endanlegt samkomulag ná- ist á milli allra deiluaðila án þess að stjórnvöld þurfi að grípa til laga- setningar. ,,Deilan er ekki leyst í heild ennþá. Það skiptir auðvitað máli að með þessum samningi vélstjóra og útvegsmanna hefur verið sýnt fram á að það er hægt að komast að sam- komulagi. Ég vonast til þess að það náist endanlegt samkomulag á milli allra aðila í deilunni,“ segir hann. Árni segist hafa boðað forsvars- menn Sjómannasambandsins og Farmanna- og fiskimannasam- bandsins til fundar í dag til að kanna stöðuna og hvernig þeir sjái fram- vindu málsins fyrir sér. ,,Það munu engar tilkynningar fara fram þar,“ sagði ráðherra. Segja ljóst að samningurinn þýði launalækkun Sævar Gunnarsson, formaður Sjó- mannasambandsins, og Grétar Mar Jónsson, formaður FFSÍ, gagnrýna vélstjórasamninginn harðlega. Sævar segir að útlitið í deilunni sé ekki bjart og staðan sé mjög þröng við þær aðstæður sem komnar eru upp eftir að vélstjórar gengu frá samningi við útvegsmenn. „Það verður að teljast með ólík- indum að LÍÚ og Vélstjórafélagið setjist niður og geri samning um að fækka hásetum í ljósi þess að það eru ekki vélstjórarnir sem bæta á sig störfum við fækkun í áhöfn. Það eru hásetarnir sem eftir sitja og í kaupbæti að lækka svo við þá laun- in,“ sagði hann. „Það eru alveg hreinar línur, eftir að við höfum skoðað nokkrar veiðigreinar og dæmi, að þarna er um launalækkun að ræða frá 4,1% og upp í 12%. Það gerist líka þó engin breyting verði á mönnun,“ segir Sævar. Fráleitt að greiða lífeyris- iðgjöld af kauptryggingu Hann segir einnig fráleitt og með öllu óaðgengilegt að semja um að líf- eyrisiðgjöld verði greidd af kaup- tryggingu sjómanna en ekki heild- arlaunum, eins og hjá öllum öðrum launþegum í landinu. „Það er líka alveg óásættanlegt að sjómenn einir stétta í landinu eigi að borga iðgjald af slysatryggingu sinni, eins og þarna er gert ráð fyr- ir,“ segir hann. Sævar segir það ekkert nýtt í þessari deilu að LÍÚ ræði við for- ystumenn sjómannasamtakanna hverra í sínu lagi. „En það hefur aldrei hvarflað að mér að ef árangur næðist í samtölum mínum við for- ystumenn LÍÚ myndi ég skrifa upp á samkomulag nema hafa verið bú- inn að kynna hinum hagsmunasam- tökunum það áður og spyrja þau álits. Það gerðu þeir [vélstjórar] hins vegar ekki. Ég hélt að menn ynnu ekki þannig,“ segir Sævar. Aðspurður hvort vænta megi þess að sett verði lög á deiluna segir Sævar að það hvarfli ekki að sér í ljósi nýlegra yfirlýsinga forsætisráð- herra og sjávarútvegsráðherra. „Ég sé ekki heldur í hvaða stöðu stjórn- völd eru til að setja lög á kjarasamn- ing sem felur í sér launalækkanir. Ég fullyrði að ef til þess kæmi þá myndum við fara með það lengra. Það er alveg ljóst því það er alveg á hreinu að þarna er verið að lækka laun sumra sjómanna,“ segir hann. Grétar Mar Jónsson segir erfitt að meta stöðuna sem upp er komin í deilunni. „Við höfnuðum þessu plaggi í dag og viljum fá meira en hinir sömdu um. Við teljum að þeir hafi hreinlega samið af sér. Það var gert í raunmönnuninni, hún er ekki rétt, og svo hagnast útgerðin bara á færri mönnum,“ sagði hann. Grétar Már sagði það fráleita til- hugsun ef stjórnvöld ætluðu að setja lög á verkfallið. „Við höldum bara okkar áætlunum óbreyttum og reynum að ná kjarasamningi á ein- hverjum vitrænum nótum, sagði hann. Greiðir ekki fyrir lausn deilunnar Sáttasemjari hefur einnig boðað Pétur Sigurðsson, forseta Alþýðu- sambands Vestfjarða, til sáttafund- arins í dag fyrir hönd sjómanna á Vestfjörðum. Pétur sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að samn- ingur vélstjóra og útvegsmanna greiddi ekki fyrir lausn deilunnar, heldur hefði þveröfug áhrif. Samn- inganefnd vélstjóra virtist hafa fall- ist á að semja um ákveðin atriði sem þeir hefðu áður verið sammála öðr- um um að gera ekki. Pétur var sam- mála Sævari um að samningur vél- stjóra við útvegsmenn fæli í sér fækkun háseta í áhöfn skipa. „Reyndar er augljóst að það er ein- göngu hjá hásetunum. Hann ætlar að senda eitthvað af hásetunum heim, og síðan eiga vélstjórarnir að fá hagnaðinn sem af því verður, m.a.s. í hlutfalli við aukahlutina,“ sagði Pétur. Sjómannafélag Ísfirðinga er í verkfalli en Samtök atvinnulífsins boðuðu verkbann á aðra hópa sjó- manna í fjórðungnum. „Við höfum ekki viðurkennt það, höfum mót- mælt því og ætlum að fara í mál við þá vegna þess ef þeir ekki láta segj- ast. Þeir hafa tvisvar boðað verk- bann á okkur án þess að uppfylla þau skilyrði sem vinnulöggjöfin set- ur,“ segir Pétur. Forystumenn Sjómannasambandsins og FFSÍ hafna óbreyttum samningi vélstjóra og LÍÚ Gagnrýna vélstjóra- samninginn harðlega Forystumenn Sjómannasambandsins og Farmanna- og fiskimannasambandsins höfnuðu í gær á fundi hjá sáttasemjara að ganga að sams konar samningi og vélstjórar gerðu við útvegsmenn í gærmorgun. Árni Mathiesen Sævar Gunnarsson Grétar Mar Jónsson Pétur Sigurðsson AÐALMEÐFERÐ í máli ríkislög- reglustjóra gegn rúmlega fertugum karlmanni sem ákærður er fyrir pen- ingaþvætti í tengslum við stóra fíkni- efnamálið svokallaða lauk fyrir Hér- aðsdómi Reykjavíkur í gær. Samkvæmt ákæru geymdi maður- inn yfir fimm milljónir í bankahólfi sínu fyrir Sverri Þór Gunnarsson, sem hlaut sjö og hálfs árs fangelsis- dóm í Héraðsdómi Reykjavíkur síð- asta sumar. Jón H. Snorrason saksóknari sagði við málflutninginn í gær að við ákvörðun refsingar ætti að miða við það að maðurinn hefði haft undir höndum fíkniefni fyrir um fimm millj- ónir og taldi refsinguna hæfilega um eitt og hálft ár. Hann minnti á að það hlutverk sem maðurinn gegndi í mál- inu hefði verið Sverri Þór nauðsyn- legt í fíkniefnaviðskiptum sínum. Fíkniefnasalar yrðu að geta geymt fé á öruggum stað kæmi til þess að grunur félli á þá. Jón sagði að hinn ákærði hefði vitað að féð var ávinn- ingur fíkniefnaviðskipta og benti á að ákærði hefði sjálfur sagst hafa haft slæma tilfinningu fyrir því að geyma fé fyrir Sverri Þór. Við yfirheyrslur hjá lögreglu hefði hann ennfremur sagst vita til þess að Sverrir Þór stundaði fíkniefnaviðskipti. Verjandi ákærða sagði að skjól- stæðingur sinn hefði ekki vitað að féð var gróði af fíkniefnaviðskiptum. Varðandi framburð við yfirheyrslu hjá lögreglu sagði hann að skjólstæð- ingur sinn hefði dregið þá ályktun að féð væri gróði af fíkniefnaviðskiptum eftir að hafa fylgst með umfjöllun um umsvif Sverris Þórs og félaga í fjöl- miðlum svo vikum skipti. Verjandinn benti á að Sverrir Þór hefði á þessum tíma staðið í margvíslegum viðskipt- um, m.a. með fasteignir og bíla. Skjól- stæðingur sinn hefði litið svo á að þetta hefðu e.t.v.verið peningar sem hann vildi ekki greiða skatta af. Þá minnti hann á að skjólstæðingur sinn hefði hreina sakaskrá varðandi fíkni- efni. Aðalmeðferð vegna peningaþvættis í tengslum við stóra fíkniefnamálið lokið Talinn hafa fal- ið 5 milljónir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.