Morgunblaðið - 10.05.2001, Síða 15

Morgunblaðið - 10.05.2001, Síða 15
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2001 15 DRÖG að aðalskipulagi Kópavogsbæjar 2000 – 2012 voru kynnt á borgarafundi í félagsheimili Kópavogs í gærkvöldi en þar er fjallað um skipulag bæjarfélagsins í heild sinni. Í drögunum segir meðal annars að við endurskoðun þess þurfi að meta tvær til- lögur vegna uppbyggingar á Vatnsenda. Önnur geri ráð fyrir 5000 manna byggð í tveimur skólahverfum með blandaðri byggð sérbýla og fjölbýla. Í tillögu íbúa í Vatnsendahverfi er hins vegar lagt til að gert sé ráð fyrir 3000 manna byggð í einu skólahverfi með lág- reistri og dreifðri byggð. Bent er á í drögunum að hægt sé að samræma þessar hugmyndir með því að byggð verði lágreist næst Elliðavatni en hærri fjær því. Einnig er lagt til að færa tengibraut frá jaðri byggðar í ofanverðu Vatnsendahvarfi og inn á mitt byggingarland- ið. Segir þar að með þessu nýtist hlíðar Vatnsenda- hvarfs fyrir íbúðarbyggð og útivist auk þess sem gatna- kerfið verði einfaldara og styttra. Einnig er lagt til að kappkostað verði við að ljúka við frágang á óbyggð- um svæðum innan heima- landsins. Ný byggð í Gunnarshólma og Lækjarbotnum Vegna deiliskipulags íbúð- arbyggðar í Vatnsenda verð- ur gerð úttekt á áhrifum byggðar á lífríki Elliðavatns. Gert er ráð fyrir að áætl- anir, aðgerðir og fram- kvæmdir byggi á niðurstöðu hennar og miði að því að vernda vistkerfi vatnsins. Þá segir í drögunum að stefnt sé að því að unnið verði heildarskipulag fyrir bæjarlandið austan Elliða- vatns með framtíðaríbúðar- byggð í Gunnarshólma og Lækjarbotnum í huga. Einn- ig segir þar að sérkenni byggðar og opinna svæða skuli varðveitt og kannað í því sambandi hvort þörf sé fyrir bæjarverndun byggð- ar. Af öðru efni sem tiltekið er eru málefni Kópavogs- hafnar. Þar segir að efla þurfi starfsemi tengda sjó- sókn og flutningum á sjó og að hafnsækin starfsemi eigi að hafa forgang við höfnina. Stefnt er að því að þjón- ustustig aðalgatnakerfisins lækki ekki en jafnframt að fjölgað verði verulega svæð- um með 30 kílómetra há- markshraða, einkum í íbúð- arbyggðum. Til viðbótar er m.a. lagt til að leiðakerfi á höfuðborgar- svæðinu verði sameinuð, dregið verði úr umfangi sorps til urðunar með auk- inni flokkun, endurnýtingu og endurvinnslu og að byggðir verði sex leikskólar í Sala- og Vatnsendahverf- um. Í drögunum segir að við- fangsefni aðalskipulagsins taki nú í ríkara mæli tillit til umhverfismála auk þess sem vinna við gerð aðalskipu- lagsins mótist af nýjum áherslum í skipulags- og byggingarlögum sem tóku gildi árið 1998. Samkvæmt þeim er m.a. gert ráð fyrir að sótt sé um sérstakt fram- kvæmdaleyfi vegna fram- kvæmda sem ekki eru háðar byggingarleyfi. Aukin áhersla er einnig lögð á kynningu og samráð við íbúa og hagsmunahópa vegna breytinga á skipulagsgerð. Gert ráð fyrir 5.000 manna byggð í Vatnsendahverfi Kópavogur Drög að aðalskipulagi Kópavogsbæjar SKIPULAGS- og byggingar- nefnd Reykjavíkurborgar hefur samþykkt tillögur að viðbyggingu við Keiluhöllina við Öskjuhlíð samkvæmt upp- drætti A1 arkitekta. Þá verð- ur ráðist í endurbætur innan- húss á höllinni í sumar. Að sögn Guðna Pálssonar, arkitekts hjá A1 arkitektum, er hugmyndin að reisa við- byggingu sem staðsett verður á bakvið veitingastað Keilu- hallarinnar. Þar fyrir er gjóta frá tímum grjótnáms í Öskju- hlíðinni og er ætlunin að reisa þak þar yfir og nota kletta- veginn sem hluta að hinni nýju byggingu með glerteng- ingu á milli. Óvíst hvenær framkvæmdir hefjast Ráðgert er að nýja bygg- ingin muni hýsa a.m.k. þrjá golfherma auk þess sem þar verður að finna púttvöll og setustofu. Flatarmál bygging- arinnar verður um 550 fer- metrar, þar af 320 að grunn- fleti. Að sögn Guðna verður byggingin ekki sýnileg frá götu. Rúnar Fjeldsted, fram- kvæmdastjóri Háspennu ehf., sem á og rekur Keiluhöllina, segir framundan miklar end- urbætur innanhúss sem ráð- gert er að verði lokið fyrir lok júlí. Að sögn Rúnars verða sett- ar upp nýjar plastbrautir og tölvuskor en alls eru um 18 brautir á staðnum. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um það hvenær framkvæmdir á viðbyggingu hefjast. Drög að viðbyggingu við Keiluhöllina Klettaveggurinn hluti af byggingunni Öskjuhlíð Morgunblaðið/Golli Keiluhöllin í Öskjuhlíð mun á næstu misserum taka stakkaskiptum bæði innanhúss og utan.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.