Morgunblaðið - 10.05.2001, Side 24

Morgunblaðið - 10.05.2001, Side 24
LANDIÐ 24 FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Stykkishólmi - Þeir sem með ein- um eða öðrum hætti tengjast ferðaþjónustu á Snæfellsnesi voru boðaðir til svokallaðs „Samhrist- ings“ fimmtudaginn 3. maí. Það var Efling Stykkishólms sem stóð fyrir samkomunni og til leiks mættu um 30 manns. Tilgangurinn var að fræðast um málefni sem tengjast ferðaþjónustu og efla kynnin. Dagskráin byrjaði á því að Elías B. Gíslason, forstöðumaður Ferða- málaráðs Íslands, fór yfir niður- stöður könnunar á ferðavenjum Ís- lendinga. Þar kom ýmislegt fram, eins og að Snæfellsnes virðist ekki vera ofarlega á lista yfir áhuga- verða staði á Íslandi. Það kom þátttakendum mjög á óvart og voru þeir sammála um að þar væri verk að vinna. Hjalti Finnsson, umhverfis- fulltrúi Ferðamálaráðs, sagði frá starfi sínu og helstu verkefnum. Ásthildur Sturludóttir sagði frá undirbúningsvinnu sem fram hefur farið um nýtingu heita vatnsins í Stykkishólmi til heilsutengdrar þjónustu og þeim áformum sem í gangi eru varðandi það. Til að hrista hópinn enn betur saman var farið í rútuferð um Stykkishólm og heimsóttir staðir sem tengjast ferðaþjónustu. Á veitingahúsinu Fimm fiskum var hópnum boðið til kvöldverðar. Þar kvaddi Hildibrandur Bjarnason sagnamaður sér hljóðs og sagði nokkrar sögur, m.a. um kynni sín af huldufólki. Að lokum var farið í nýju sundlaugina og í heita potinn með heilsuvatninu. Að sögn Jóhönnu Guðmunds- dóttur, framkvæmdstjóra Eflingar Stykkishólms, er þetta í annað skipti sem félagið býður upp á svona dagskrá. Hún var ánægð með hvernig til tókst og tilgang- urinn var að skapa jákvætt and- rúmsloft hjá ferðaþjónustuaðilum í byrjun vertíðar. Ferðaþjónustu- fólk á Snæfells- nesi hittist Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Hópur fólks í ferðaþjónustu á Snæfellsnesi hittist í Stykkishólmi til að búa sig undir sumarvertíðina. göngu ræktaðar rósir. Alls eru um 6.100 fermetrar undir gleri í stöð- inni hjá þeim feðgum Emil Gunn- laugssyni og sonum hans Guðmundi Magnúsi, Gunnlaugi og Rafni. Þeir feðgar rækta nær eingöngu rósir. Að sögn Magnúsar Ágústssonar, ylræktarráðunautar hjá Bænda- samtökunum, eru rósir nú ræktaðar Hrunamannahreppi - Ylræktin er vandasöm, hún krefst mikillar vinnu og nákvæmni. Að mörgu er að hyggja ef uppskera og arður á að vera í þessari búgrein. Á myndinni er Rafn Emilsson í garðyrkjustöð- inni Land & Synir á Flúðum í stærsta gróðurhúsi landsins en það er 3.200 fermetrar og í því eru ein- á 37.000 fermetrum hér á landi. Pottaplöntur eru ræktaðar á 13.000 fermetrum en önnur blóm á 20.000 fermetrum. Garðplöntur eru rækt- aðar á um 18.000 fermetrum. Sem kunnugt er nota ylræktendur mikið af raforku við ræktun sína en það hefur verið baráttumál þeirra að fá hana ódýrari en nú er. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Rafn Emilsson í stærsta gróðurhúsi landsins. Í stærsta gróðurhúsi landsins Egilsstöðum - Bændurnir á Egils- stöðum, þeir Jón Egill Sveinsson og Gunnar Jónsson, hafa nú tekið í notkun nýtt og fullkomið fjós. Ekki þarf lengur að setja upp mjaltavélar á kýrnar, heldur ganga þær í sjálfvirkan mjaltabás þegar þörf er á. Skynjari í mjaltabásnum les sér- stök rafeindamerki sem eru um háls hverrar kýr og þekkir þannig hvern einstakling. Leysigeislar lesa jafnframt stöðu júgursins og vélmenni setur mjaltahylki á hvern spena. Um leið eru fram- kvæmdar ýmsar mælingar á heilsufari skepnunnar og athugað hvort hún sé yxna. Bændur ganga með píptæki í vasanum, sem gerir viðvart þegar eitthvað sérstakt er um að vera í fjósinu og tölvubún- aður til að fylgjast með framvindu mála er heima við. Kýrnar venjast hátækni- fjósinu á nokkrum vikum Fjósið er 650 fermetra stál- grindahús og hefur verið í bygg- ingu frá því síðastliðið haust. Í því er grindagólf með steyptum rist- um. Í grófum dráttum má lýsa skipulagi þess sem stórum almenn- ingi með legubásum til hliða, en aftan til í byggingunni eru skrif- stofa með tölvubúnaði, sjúkra- stofa, burðarbás og rafstýrðar gjafagrindur fyrir nokkrar hey- rúllur í einu. Stórar viftur sjá um loftræstingu fjóssins. Fjósgólfið er þrifið með sjálfvirkum sóp sem ek- ið er um almenninginn. Í honum eru burstar sem hringbursta úr- ganginn gegnum grindurnar. Tækið er vökvaknúið og spúlar auk þess að bursta gólfið. Þá er settur hálmur á gólfið úr þar til gerðu sílói. Mikil vinna hefur farið í að venja kýrnar við sjálfvirka mjaltabásinn og er mjöltum að ein- hverju leyti stýrt ennþá. Eftir að kúnum verður hleypt út undir bert loft, er þeim ætlað að koma sér sjálfum heim að fjósinu til mjalta eftir þörfum hverrar og einnar. Tækin koma frá Hollandi og vann sérstakur leiðbeinandi frá söluaðilanum með bændum fyrstu dagana, á meðan verið var að koma búnaðinum í gang. Fjórða fjósið með sjálfvirkum mjaltabás á Íslandi Í Egilsstaðafjósinu, sem tekið var í notkun síðustu daga apr- ílmánaðar, er aðstaða fyrir rúm- lega 70 kýr en um þessar mundir eru mjólkurkýrnar 50 talsins. Heildarkostnaður við byggingu og búnað er um 30 milljónir króna, en þar af kostaði sjálfur mjalta- básinn 11,5 milljónir. Þetta er fjórða fjósið með sjálf- virkum mjaltabás sem tekið er í notkun á Íslandi, en þessi búnaður er orðinn algengur í evrópskum fjósum. Fjórða hátæknifjósið á Íslandi tekið í notkun á Egilsstaðabúinu Rafeindamerktar kýr sjá um sig sjálfar Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Nýja hátæknifjósið á Egilsstöðum rís upp úr klettunum á bak við hestana sem eru á beit á túnum sem tilheyra bænum. Búðardal - Nýverið var haldinn borgarafundur í Dalabúð. Það var sveitarstjórn Dalasýslu sem boðaði til fundarins. Á fundinn var vel mætt, enda vilja íbúar hér fylgjast vel með hvað er á áætlun hjá sveit- arfélaginu. Fundurinn var líflegur og stóð í rúmlega tvo tíma. Sveitarstjóri lagði fram fjármála- áætlun ársins 2001 og skýrði frá út- gjöldum síðasta árs. Þar stóð hæst kostnaður vegna Eiríksstaða, enda var það allt til mikils sóma og tókst með miklum ágætum, bæði upp- byggingin í Haukadal og hátíðin sem fór fram síðasta sumar. Gestir fundarins lögðu fram spurningar til hreppsnefndar og var mikið spurt. Því var varpað fram að hér er mikil þörf á húsnæði, því hér er ekkert að fá, hvorki til kaups né leigu og er það ekki gott, sérstaklega þegar alltaf er verið að tala um fólks- straum frá landsbyggðinni til höfuð- borgarinnar, en það er ekkert skrýt- ið ef fólk fær ekki húsnæði annars staðar en þar. Hér er brýn þörf fyrir að byggja nýjar íbúðir svo að það fólk sem vill geti flutt hingað. Einnig var rætt um nýtni hótels- ins á Laugum og kom þá í ljós að það er betur nýtt en margur hélt. Margt annað kom upp og svöruðu hrepps- nefndarmenn eftir bestu getu. Virt- ist fólk almennt vera ánægt með fundinn og talaði um að þetta mætti gera oftar. Húsnæðis- skortur til umræðu í Dalabyggð Egilsstöðum - Austur-Hérað hefur gert samning við Loftmyndir ehf. um kaup á afnotarétti af rétt- myndagrunni fyrir sveitarfélagið. Fyrirtækið selur afnotaréttinn á 6.860.000 kr. og greiðist sú upp- hæð á þriggja ára tímabili með fyrsta gjalddaga árið 2002. Réttur til afnota varir svo lengi sem þörf er á. Austur-Hérað hafði áður keypt lágflugsmyndir fyrir þéttbýlið á Egilsstöðum og nágrenni og var af þeim góð reynsla. Kortagrunnar Loftmynda munu auðvelda mjög alla áætlanagerð, skipulagsvinnu og skráningu land- upplýsinga og annarra upplýsinga er lúta að landbúnaði, skógrækt, náttúruvernd, fornminjum, námum og mannvirkjagerð, svo eitthvað sé nefnt. Austur-Hérað kaupir réttmyndagrunn Auðveldar skipulagsvinnu og áætlanagerð sveitarfélagsins

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.