Morgunblaðið - 10.05.2001, Side 29

Morgunblaðið - 10.05.2001, Side 29
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2001 29 UNDIRRITAÐIR hafa verið samn- ingar milli KFC ehf., kjúklingastað- arins Kentucky Fried Chicken og VISA Íslands um móttöku VISA Electron-debetkorta og VISA-kred- itkorta. KFC ehf. rekur 5 skyndi- bitastaði og var þetta síðasti stóri að- ilinn í verslun og þjónustu við almenning sem ekki tók við VISA- kortum. Viðræður hafa staðið yfir með hléum frá því í nóvember 1993 og er þetta lengsta samningaferli sem VISA hefur tekið þátt í. Kjúklingastað- urinn KFC tek- ur debet- og kreditkort Á MARKAÐ er kominn álfabikarinn eða „The Keeper“ en hann er gerður úr náttúrulegu gúmmíi. Álfabikarinn er margnota gúmmíbikar sem kem- ur í stað dömubinda og tappa við tíðablæðingar. Í fréttatilkynningu segir að margar konur hafi haft óþægindi af notkun dömubinda og tappa og hafi því þurft að leita sér annarra leiða og álfabikarinn sé góð lausn. Þá var einnig nýlega opnuð heima- síðan www.alfabikar.is en þar er m.a. að finna sögu álfabikarsins og hvern- ig beri að nota hann. Dreifingar- og söluaðili er Anna Dóra Hermanns- dóttir jógakennari. Nýtt Gúmmíbikar KOMIÐ er á markað nýtt kaffi frá Merrild, sem ber heitið„Café Noir Bistro“, en inn- flytjandi þess er Daníel Ólafsson ehf. Í fréttatilkynn- ingu segir að í kaffinu séu sér- valdar Arabica- kaffibaunir. Kaffið er selt í mjúkum 500 g. pakkningum og það er milli- brennt og gróf- malað. Kaffið er ætlað fyrir pressukönn- ur en má einnig nota í venjulegar kaffikönnur. Kaffi NÝLEGA hóf Sandey ehf. innflutn- ing á húðsnyrtivörum frá Brazilian Tan. Af vörutegundum Brazilian Tan má nefna einnar mínútu brúnkukrem, rakakrem, Aloe Vera- rakaúða og háreyðingarkrem. Einn- ar mínútu brúnkukremið er nýjung. Vörurnar eru fáanlegar hjá Lyf og heilsu sem og í snyrtivöruverslun- um. Brúnkukrem

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.