Morgunblaðið - 10.05.2001, Side 31

Morgunblaðið - 10.05.2001, Side 31
ÚR VERINU MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2001 31 Lífgaðu daufan háralit um leið og þú þværð hárið Haltu réttum lit og gljáa á lituðu hári. Láttu gráu hárin hverfa. Lýstu hárið ögn eða dekktu það smávegis. Sérfræðingar Origins hafa hannað litunarefni blönduð hressandi og hreinsandi jurtatei til að styrkja og glæða háralit sem farinn er að dofna. Sé sjampóið notað reglulega verður liturinn dýpri og fyllri. Felur gránaða rót. Engin mislitun. Og engin binding, því þegar þú ferð aftur að nota venjulegt sjampó þvæst liturinn úr eins eðlilega og hann þvæst í. Útsölustaðir: Apótek Keflavíkur, Hagkaup Kringlunni, Hagkaup Smáratorgi, Hagkaup Spönginni, Lyf og heilsa Austurstræti, Lyf og heilsa Kringlunni, Lyf og heilsa Melhaga, Lyf og heilsa Hafnarstræti, Akureyri. UNDANFARNA daga hefur beitu- smokki fyrir Netasöluna verið land- að úr frystiskipinu Seafrost í Hafn- arfirði, en að sögn Daníels Þórarinssonar, framkvæmdastjóra og eiganda Netasölunnar, kom skip- ið með um 1.000 tonn fyrir fyrirtækið að þessu sinni. Fyrir helgi landaði skipið í Þor- lákshöfn og þá fékk Dímon um 1.400 tonn og Netasalan um 140 tonn en Daníel segir að hluti farmsins úr öft- ustu lest hafi verið tekinn þar að beiðni skipstjórans til að skipið yrði ekki eins afturþungt. Daníel segir að beitusmokkurinn fari ýmist beint til viðskiptavina eða í frystigeymslur í Hafnarfirði þar sem fyrirtækið hafi verið í góðri sam- vinnu við Eimskip undanfarin ár. Netasalan á von á öðrum farmi fljótlega, m.a. sandsíli, en Seafrost, sem er um 7.000 brúttólestir og 135 metra langt, kom líka beint af mið- unum í Suður-Atlantshafi í fyrra. Helstu viðskiptavinir Netasölunnar eru í Grindavík og þar kaupir Þor- björn-Fiskanes mest, að sögn Daní- els. Netasalan fær um 1.000 tonn af beitusmokki Morgunblaðið/Golli Seafrost, sem er um 7.000 brúttólestir og 135 metra langt, hefur landað smokkfiski í Hafnarfirði undanfarna daga fyrir Netasöluna. NÆRRI tvö hundruð manns hafa skráð sig á öryggisfræðslunámskeið hjá Slysavarnaskóla sjómanna frá því að sjómannaverkfallið hófst fyrir nærri sex vikum og hefur verið full- bókað á öll námskeið. Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysavarna- skólans, segir að svo virðist sem margir sjómenn eigi enn eftir að sækja námskeið skólans en þeim er nú skylt að ljúka öryggisfræðslu- námskeiðum, samkvæmt lögskrán- ingalögum sjómanna. Að sögn Hilmars hafa um 180 manns skráð sig á námskeið hjá skól- anum og hefur verið fullbókað á öll námskeið að undanförnu. Hinn 1. apríl sl. tóku gildi ákvæði lögskrán- ingalaga sjómanna sem kveða á um að ekki megi skrá sjómann á skip nema að hann hafi lokið tilskilinni ör- yggisfræðslu. „Það hafa margir sjómenn viljað koma á námskeið í verkfallinu en við getum hins vegar aðeins tekið við takmörkuðum fjölda í einu. Auk þess hafa margir sjómenn skráð sig á námskeið hjá okkur í verkfallinu. Þar er um að ræða menn sem í raun hefðu getað verið búnir að taka nám- skeið eða skráð sig á þau fyrir löngu en hafa trassað það einhverra hluta vegna. Hér hafa hringt sjómenn sem hafa verið jafnvel áratugi til sjós en eru fyrst að láta heyra í sér núna um að þeir þurfi á öryggisfræðslunám- skeið. Við höfum rekið mikinn áróð- ur fyrir öryggismálum sjómanna á undanförnum árum í öllum fjölmiðl- um landsins og maður veltir því fyrir sér hvers vegna þessir menn hafi ekki skráð sig fyrr.“ Hilmar segir að allt frá því í fyrra vor og þar til í vetur hafi gengið illa að manna námskeið í skólanum. „Við þurftum meðal annars að fella niður námskeið vegna þess að við fengum ekki næga þátttöku. Menn skráðu sig á námskeið en skiluðu sér ekki þegar að því var komið. Dæmi eru þess að allt að fjörutíu manns hafi óskað eftir að fá að komast á tiltekið námskeið en þegar til kom mættu aðeins níu.“ Hilmar nefnir einnig sem dæmi að þegar verkfall sjómanna skall á hinn 15. mars sl. hafi 25 sjómenn byrjað á námskeiði í skólanum. Þegar verk- fallinu var hins vegar frestað hafi meira en helmingur þátttakenda hætt á námskeiðinu. „Öryggis- fræðslan hafði ekki forgang hjá mönnum og þó voru lögin um það bil að taka gildi.“ Sæbjörgin fer ekki um landið fyrr en í haust Öryggisfræðslunámskeiðin eru haldin allt árið og stendur hvert námskeið í 5 daga. Hilmar segir að Sæbjörgin verði úti á landi í sept- ember og þá verði haldin námskeið á landsbyggðinni. „Ástæðan fyrir því að við förum ekki af stað fyrr en í haust er einfaldlega sú að þátttakan úti á landi var afskaplega dræm síð- astliðið sumar. Það var mjög erfitt að fá nemendur á námskeiðin, jafnvel þótt við komum með skólann nánast heim að dyrum hjá þeim. Þessi dræma þátttaka benti til þess að flestir sjómenn á landinu væru þegar búnir að sækja hjá okkur þessi frum- fræðslunámskeið. En núna hafa nærri 200 manns skráð sig á nám- skeiðin, þannig að það eru greinilega margir sem enn eiga eftir að sækja sér þessa fræðslu. Menn komast ekki lengur upp með að láta öryggis- málin sitja á hakanum. Það á svo eft- ir að koma í ljós hvort menn skila sér á námskeiðin þegar verkfallið leys- ist,“ segir Hilmar. Mikil aðsókn í Slysavarnaskóla sjómanna í verkfallinu Morgunblaðið/Þorkell Einar Örn Jónsson leiðbeinir nemendum á öryggisfræðslunámskeiði skólans í gær. Nærri 200 manns skráð sig á námskeið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.