Morgunblaðið - 10.05.2001, Side 42

Morgunblaðið - 10.05.2001, Side 42
LISTIR 42 FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Jóhannes S. Kjarval LISTMUNAUPPBOÐ Í KVÖLD KL. 20.00 Á HÓTEL SÖGU, SÚLNASAL Verið velkomin að skoða verkin í Galleríi Fold, Rauðarárstíg 14-16, í dag kl. 10.00-18.00. Seld verða 87 verk, þar á meðal fjölmörg verk gömlu meistaranna. Hægt er að nálgast uppboðsskrána á netinu: www.myndlist.is Rauðarárstíg 14-16 sími 551 0400 og Kringlunni sími 568 0400 www.myndlist.is SÝNING Iréne Jensen ber yfir- skriftina „Á leiðinni“, enda er þemað hópur af fólki sem gengur gegnum myndflötinn í ýmsum stærðum. Myndir sínar vinnur Iréne í tækni sem nefnist „ImagOn“-æting, en það er ein af þeim nýju aðferðum í grafíktækni sem komið hafa fram á undanförnum árum og ætlað er að gera greinina vistvænni og heilsu- samlegri fyrir hlutaðeigandi. Iréne nýtir sér einnig ljósmynda- tæknina með ætingum sínum og þannig verður til samsett aðferð sem býður upp á óendanlega möguleika fyrir listamanninn. Bakgrunnur sumra myndanna er fenginn af veggjum og gangstéttum borgarinn- ar, en aðrar taka mið af rigningu á rúðum. Í öllum tilvikum gengur hóp- ur fólks í þessu ímyndaða landslagi líkt og væri það að feta óendanlega leið í átt að óræðu takmarki. Iréne lýsir fólkinu sem nútímamanninum á eilífri vegferð um síbreytilegar að- stæður og umhverfi. Eins og áður sagði eru í tækninni fólgnir óteljandi möguleikar. Ef til vill mætti Iréne gera enn fleiri og frjálslegri tilraunir með það sem hún hefur í höndunum og finna óvæntari útkomu en fram kemur á sýning- unni. Fólkið er eilítið of staðlað, jafn- vel þótt það stækki og smækki á víxl. Með meiri tilraunum, svo sem skuggum skuggamynda af fólkinu, mundi eflaust nást margræðari út- koma. Iréne mundi með öðrum orð- um auka mjög ríkidæmi mynda sinna með því að leyfa sér enn frjáls- ari og óræðari vinnubrögð. Sýning hennar lofar þó góðu og sannar að Iréne býr yfir öllum þeim kostum sem prýða mega einn mark- sækinn grafíklistamann. Áframhald- ið veltur svo á því hve djarflega hún hellir sér út í frekari rannsóknir á möguleikum miðilsins og hve hug- myndaríkum tökum hún tekur hina nýju tækni. En eins og Iréne veit manna best er tæknin ekki allt; grunntjáningin sjálf ræður ávallt mestu. Fólk og borgarlandslag MYNDLIST Í s l e n s k g r a f í k , H a f n a r h ú s i Til 20. maí. Opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14–18. GRAFÍK IRÉNE JENSEN Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson Ein af grafíkmyndum Iréne Jensen hjá Íslenskri grafík, Hafnarhúsinu. Halldór Björn Runólfsson SÝNING Jeans Antoines Pos- occo er sannkallaður óður til nátt- úrunnar enda fylgir listamaðurinn henni úr hlaði með merkilegri játningu í anda rómantísku stefn- unnar í upphafi 19. aldar. Er tign- un náttúrunnar gamaldags, eða jafnvel liðin undir lok? Slíkum spurningum veltir Posocco fyrir sér og kemst þá stundum merki- lega nærri skáldum 19. aldar sem tókust á við þá grundvallarspurn- ingu hvort framfarir hefðu átt sér stað eða firring sem rofið hefði samband manns og náttúru. Menn mættu vissulega fara að dæmi listamannsins og hugleiða þátt náttúrunnar í hversdagslegri til- veru okkar. Þótt þeir gerðu ekki annað en velta fyrir sér mikilvægi hinnar óstöðugu en afarsérstæðu íslensku birtu frá morgni til kvölds – og gott betur á sumrin – kæmust þeir áreiðanlega að raun um hve ótvíræð áhrif hún hefur á daglega líðan okkar. Þannig staðhæfir Pos- occo að náttúrunni verði ekki þok- að úr tilveru okkar á meðan við njótum áhrifa á borð við daglega birtu. Raunar má einnig snúa þessu upp á næturlífið, sem menn telja sjálfum sér trú um að sé fjarlæg- ara náttúrunni en daglegt líf. En hver skyldi slökkva á perunni til þess að skapa skilyrði fyrir nætur- líf? Er það ef til vill Orkuveitan? Eða hvaðan skyldi Orkuveitan fá rafmagnið, ef ekki frá náttúrunni? Formáli Posocco treystir vissulega sýningu hans, en hún er sett sam- an af ellefu vatnslitamyndum sem allar eru á þverveginn eins og breiðtjald. Vissulega má segja að listamaðurinn velji sér stærð sem er fögur í sjálfri sér, en hann býr líka yfir prýðilegri tækni. Stund- um er hún eilítið of varfærnisleg líkt og listamaðurinn sé hræddur um að skemma myndina ef hann skerpir áherslurnar, en í bestu myndunum þar sem túlkun birt- unnar er hvað einföldust nær hann ágætu valdi á miðlinum án þess að fórna um of persónulegum tjáning- armáta sínum. Til náttúrunnar MYNDLIST S v e r r i s s a l , H a f n a r b o r g Jean Antoine Posocco Til 14. maí. Opið miðvikudaga til mánudaga frá kl. 11–17. VATNSLITAMYNDIR Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson Ein af myndum Jeans Antoines Posocco í Sverrissal, Hafnarborg. Halldór Björn Runólfsson Flísar og parketBorgartúni 33, Reykjavík • Laufásgötu 9, Akureyri Á Skriðuklaustri verða haldnir tón- leikar á sunnudag kl. 15 sem nefnast Vor með Jónasi. Ingveldur G. Ólafsdóttir mezzosópran syngur lög Atla Heimis Sveinsson- ar við kvæði Jón- asar Hallgrímssonar. Atli Heimir Sveinsson leikur sjálfur undir á pí- anó og segir frá lögunum. Vor með Jónasi Jónas Hallgrímsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.