Morgunblaðið - 10.05.2001, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 10.05.2001, Qupperneq 44
LISTIR 44 FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ hafði verið ásetningurminn að herma af listvið-burðum í Kaupmannahöfná útmánuðum, en þá rek- ur hver samsýningin aðra. Gam- algrónir listhópar á ferð sem sumir hafa starfað í hálfa og heila öld, en ganga þó reglulega í endurnýjun lífdaga, sem einmitt hefur gerst á næstliðnum árum og til frásagnar. Listalandslagið stöðugt að breytast og ráða hér fleiri lögmál en greint verður, jafnt í list fortíðar sem nús- ins. Varðandi langlífi listasamtaka eiga Danir víst heimsmetið, um leið hefur almenningur greiðari aðgang að myndlist heimalandsins en víðast gerist, svo ekki sé litið í eigin barm hér á útskerinu. Komin stóra glompan á íslenzkum listavettvangi, þótt hæg væru heimatökin um gifturíka eftirbreytni og því ber okkur sem um listir fjalla að vera með augun galopin. Upptekinn á öðrum vettvangi átti ég ekki heim- angengt fyrr en á dögunum og nú var mikilvægara að skreppa til Par- ísar, en þar er hver stórviðburð- urinn á fætur öðrum sem skarar þróun myndlistar á næstliðnum öld- um. Beauborg, eða Pompidou menn- ingarmiðstöðin, var opnuð á ný fyr- ir þó nokkru eftir gagngerðar breytingar, en var harðlokuð er ég dvaldi á Kjarvalsstofu haustið 1999. Var orðin lúin að innan og skítug að utan, þótt ekki teljist hún með eldri stofnunum. Í hofmóði og nýjunga- girni yfir teikningunum virtist arki- tektunum hafa sést yfir eitt og ann- að, svo sem aðgengi að ytra byrði til að hreinsa glerið. Þá var veit- ingabúðin líkust skítugum skyndi- bitastað, í öllu falli hluti hennar og menn farnir að forðast hana og sjálft húsið eltist furðu hratt. Eftir breytingarnar er núlista- deildin mun skipulegri og aðgengi- legri, ekki síst fyrir frábæra upp- hengingu. Á tveim hæðum má stig af stigi rekja þróun módernismans í heila öld, allt fram að hugmynda- fræði og fjöltækni síðustu ára með aðgengi að skjám og tölvum. Vart hægt að mæla með gagngerðari leiðsögn og hlýtur að vera hverjum og einum sem ekki er hér nægilega upplýstur ómældur fróðleiksbrunn- ur. Eðlilega er yfirlitið mjög franskt, þótt seilst sé til margra átta, París vel að merkja miðstöð núlista fram á sjöunda áratuginn og er enn einn af mikilvægustu skurð- ardeplum heimsins á vettvanginum. Á hluta fjórðu hæðar virðast af- mörkuð tímaskeið þróunarinnar tekin til meðferðar og að þessu sinni er hið nafnkennda listhús Denise René í sviðsljósinu, ásamt hópnum sem hún hélt fram. Hópi, sem var leiðandi í París og um leið heimslistinni á dögum strangflata- listarinnar, geometríunnar svo- nefndu. Seinna einbeitti René sér einnig að optískri list og hreyfilist sem hún gerir enn og með miklum tilþrifum á listakaupastefnum. Hér má sjá helstu áhrifavaldana í mynd- verkum þeirra Þorvaldar Skúlason- ar, Gerðar Helgadóttur og Jóns Gunnars Árnasonar. Nefni helst Auguste Herbin, Robert Jacobsen og Nicolas Shcöffer, en að auki bóga eins og Victor Vasarely, Rich- ard Mortensen, Jean Jaques Deyr- olle, Jesus Rafael Soto og Yaacov Agam en áhrifa frá þeim sér einnig stað í íslenzkri samtímalist. Hér stendur gesturinn augliti til auglitis við upphafið og trúa mín er að margur fyrrum andstæðingur lista- stefnanna hefði fallið í stafi fyrir framan sum verkanna og að yngri kynslóðum muni andstaðan gegn þeim óskiljanlegt fyrirbæri. Veitingabúðin hefur og verið tek- in í gegn, en nú svo fín og formleg að ósjálfrátt kemur strax upp í hug- ann; betra, minna og jafnara. Annars var aðalsýningin sem allt snerist um að þessu sinni, þver- skurður af pop-listinni, les annés pop, og stendur til 18. júní. Þar var vægast sagt þröng á þingi öll þrjú Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson Biðröðin fyrir framan menningarmiðstöð Pompidou á dögunum. Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson Einkennandi málverk eftir Auguste Herbin frá 6. áratugnum. Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson Kross Johns Armleders í St. Eustache-kirkjunni. Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson Höfuðið stóra og áhrifaríka fyrir framan St. Eustache-kirkjuna, nú- tímaverk eftir Henri de Miller, nýtur mikilla vinsælda ferðalanga. Vor í París Eftir óstöðugt og vætusamt tíðarfar og flóð í Signu, hafa sumarsprotar loks náð fótfestu í listaborginni. En sá nútímalegi veðurhamur náttúrunn- ar hefur sem betur fer lítil áhrif á stórviðburði á myndlistarsviði, sem Bragi Ásgeirsson varð heldur betur var við er hann brá sér þangað á dögunum. Frá sýningunni Jouer de lumiére – Ferðalag í ljós- inu. Föt eftir tískuhönnuðinn Paco Rabanne, 1992. Leikritaskáldið, þjóðernissinninn öfgafulli og spjátr- ungurinn Gabriele D’Annunzio.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.