Morgunblaðið - 10.05.2001, Side 46

Morgunblaðið - 10.05.2001, Side 46
46 FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. TÖLUVERT flóð er nú íÖxará auk þess sem víðamá sjá vatnsstrókastanda upp úr jörðinni þar sem vatnið smýgur í gegnum sprungur en mikið hefur rignt að undanförnu. Einnig hefur stöðu- vatn myndast fyrir neðan neðri hamravegginn en nokkurt tjón hefur orðið vegna þessa. „Ég man ekki eftir að hafa séð svona mikið vatn í ánni. Fossinn er alveg gríð- arlega breiður og tignarlegur,“ sagði Sigurður Oddsson, þjóð- garðsvörður á Þingvöllum. „Það hefur hækkað í Öxaránni en það er sérstaklega mikið í ánni núna. Þegar flóð koma í ána og hún hækkar uppi við foss leitar vatnið undir hamravegginn og kemur út á völlunum en gríðalega mikið vatn hefur safnast þar. Mjög víða kem- ur vatn upp úr jörðinni fyrir neðan hamravegginn,“ sagði Sigurður. Að sögn Sigurðar hefur vatnið náð að skemma bæði malarstíga og ræsi og er hann þá að vísa til mal- arstíganna í hlíðinni fyrir neðan neðri gjábarminn. Fleira hefur þó skemmst í rigningunni þar sem vatn hefur runnið eftir veginum neðst í Almannagjá og tekið með sér möl úr veginum. Sigurður taldi erfitt að meta kostnað vegna skemmdanna en sagði að ráðist verði í viðgerðir eins fljótt og unnt er. Hann segir að nú sé hætt að rigna og því sé líklegt að flóðin sjatni innan skamms. Vegir hafa rofnað og jafnvel far- ið í sundur vegna vatnavaxtanna og var Gjábakkavegur á milli Þing- valla og Laugarvatns lokaður í gær af þeim sökum. Vinnuflokkur frá Vegagerðinni kannaði ástand vega í gær og reyndist um Uxahryggi svo illa f hann er talinn óökufær. E Vatnsmagnið hefur margfaldast í Öxará þar sem hún streymir úfin líkt og u Mikil flóð í Öxará á Þingvöllum í kjölfar s Vatnsstrókar s upp úr jörði Gífurlegir vatnavextir eru nú í Öxará vegna leysinga og mikillar úr- komu síðustu daga. Má segja að Þingvellir séu nánast á floti. Vegurinn yfir Vallalæk á Lyngdalsheiði fór í sundur Morgunblaðið/Einar Sæ Engu er líkara en brýrnar á Þingvöllum séu á floti þar sem va urinn hefur flætt alveg upp undir þær. MENNING SMÁÞJÓÐA Menning smáþjóða í Evrópu áundir högg að sækja, meðalannars vegna þess að sjón- varpsefni er alltaf að þynnast út og taka meira rými í dagskrá á kostnað innlendrar dagskrárgerðar og list- rænnar framleiðslu. Þetta kom fram á alþjóðlegri menningarráðstefnu sautján landa sem Tinna Gunnlaugs- dóttir, forseti Bandalags íslenskra listamanna, greindi frá í Morgun- blaðinu fyrir skömmu. Í máli hennar kom jafnframt fram að útvarpsstöðv- ar í Evrópu verji sífellt minni útsend- ingartíma í nútímatónlist og „áhugi fjölmiðla á innlendri tónsköpun [hafi] minnkað stórlega.“ Á ráðstefnunni var þeim tilmælum beint til stjórnvalda að þau tryggðu innlendri listsköpun það vægi sem henni ber í fjölmiðlum sem eru í al- menningseign og bent á að sjónvarpið væri í raun orðið miðja menntunar eða menntunarskorts Evrópubúans. Undanfarin ár hefur ríkissjónvarp- ið hér á landi sætt gagnrýni fyrir að sinna ekki nægilega vel menningar- legum skyldum umfram einkareknar sjónvarpsstöðvar. Ofangreindar upp- lýsingar eru því þörf áminning til Ís- lendinga um að móta sér skýra stefnu um hlutverk ríkisrekinna miðla. Morgunblaðið hefur margsinnis ítrekað þá skoðun að íslenska ríkið eigi ekki að reka afþreyingarútvarps- eða sjónvarpsstöðvar í samkeppni við einkareknar stöðvar. Enda er stað- reyndin sú að styrkur RÚV liggur á öðrum sviðum, en það hefur á löngum tíma sannað að það er meðal þeirra stofnana sem best geta hlúð að menn- ingararfi þjóðarinnar. Flutningur á innlendri tónlist í útvarpi og sjón- varpi, vandaðri innlendri dagskrár- gerð, fræðslu- og menningarefni, hlýtur því að vera sá grundvöllur sem starfsemi þess ber að byggja á og réttlætir rekstur þess. Í ljósi þess að smáþjóðir á borð við Íslendinga verða sjálfar að standa vörð um þá listsköp- un sem á sér stað í landinu og koma henni á framfæri við umheiminn, er full ástæða til að taka undir orð Tinnu Gunnlaugsdóttur er hún segir að „forgangur innlendrar menningar í ljósvakamiðlum [sé] lykilatriði til að byggja upp menningarlega sjálfsvit- und þjóða“. Gott erlent menningar- efni er þó að sjálfsögðu afar mikil- vægt innlegg, eins og Beckett-hátíð Sjónvarpsins undanfarnar vikur sannar vel. Í grein forseta Bandalags íslenzkra listamanna er ennfremur bent á að útgáfufyrirtæki í Evrópu séu að mestu hætt að gefa út nótur og að risafyrirtæki í tónlistarútgáfu stýri útgáfustarfsemi þar sem markaðs- sjónarmið séu alls ráðandi. Frétt í Morgunblaðinu í gær, þess efnis að Hafliði Hallgrímsson tónskáld eigi verk í nýju nótnahefti sem gefið er út í Bretlandi, fær aukið vægi í þessu sambandi, en tekið er fram að heftið gefi góða hugmynd um tónlistarhefð Vesturlanda og tónlistartengsl ólíkra landa. Grundvöllur þess að íslenskir listamenn geti sem flestir átt hlut- deild í því að móta listhefðina með slíkum hætti er að mótuð verði stefna til að tryggja útgáfu tónverka, ekki síður á prenti en á hljóðdiskum. Það er frumforsenda þess að verkin séu flutt og rannsökuð af fræðimönnum. Og því miður er ekki hægt að búast við því, að einkaaðilar tryggi slíka út- gáfu án einhvers atbeina frá opinber- um aðilum. Sama máli gegnir um útgáfu á rit- um merkra íslenskra höfunda og fræðimanna, en sem dæmi um van- rækslu í þessum efnum má benda á að ekki er enn til heildarútgáfa á verkum Vilhjálms Stefánssonar, landkönnuð- ar, á íslensku. Öndvegisrit og tónverk þjóðarinn- ar eiga að vera öllum aðgengileg, því aðeins þannig geta þau orðið kjölfesta frjórrar þjóðarvitundar sem samtím- inn síðan mótast af hverju sinni. FORVARNASTARF VEGNA SJÁLFSVÍGA Öflugt forvarnastarf er að flestramati vænlegasta leiðin til þess að vinna gegn hárri tíðni sjálfsvíga en forsenda fyrir slíku starfi er þekking á orsökum og eðli sjálfsvíga. Sú þekk- ing er nú lítil. Í tillögum starfshóps landlæknis um forvarnir vegna sjálfsvíga er það eitt af forgangs- verkefnum að auka rannsóknir og bæta skráningu sjálfsvíga og sjálfs- vígstilrauna. Einnig er lagt til að þjónusta geðdeilda verði efld, stofnað verði forvarnateymi í héraði og að- gengi að almennri sérfræðiþjónustu verði bætt. Eins og fram kom í máli Sigurðar Guðmundssonar landlæknis á kynn- ingarfundi, þar sem tillögurnar voru kynntar, er samfélagið nú tilbúið til að fjalla um vanda sem tengist geð- rænum sjúkdómum og sjálfsvígum sem væru grein á meiði þeirra. For- dómar samfélagsins gegn geðsjúk- dómum öftruðu lengst af opinni um- ræðu um þá. Á undanförnum árum hefur hins vegar orðið nokkur við- horfsbreyting með aukinni upplýs- ingu. Æ fleiri þora nú að koma fram á sjónarsviðið og viðurkenna og ræða geðsjúkdóma. Umræða um sjálfsvíg hefur einnig verið takmörkuð vegna ótta við að al- menn umræða geti orkað hvetjandi á þá sem eru í sjálfsvígshugleiðingum. Ljóst má þó vera að almenn umræða og upplýsing er ein af grunnforsend- um þess að forvarnastarf vegna sjálfsvíga beri árangur. Eðli málsins samkvæmt þarf sú umræða hins veg- ar að vera jákvæð og uppbyggjandi, ekki of hávær en markviss. Fleiri falla fyrir eigin hendi hér- lendis en í umferðarslysum. Með því að rjúfa þagnarmúrinn um sjálfsvíg og efla þekkingu og þjónustu innan sem utan heilbrigðisstofnana má án vafa fækka þeim sem sjá enga aðra leið en að svipta sig lífi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.