Morgunblaðið - 10.05.2001, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2001 47
VIÐ ákváðum að vera stór-ir í sniðum og gera þettaað stærstu söngva-keppni sem haldin hefur
verið. Tæplega 40.000 áhorfendur
munu vera viðstaddir og viðbúið er
að nokkrum flytjendanna verði
verulega brugðið þegar þeir stíga á
sviðið,“ segir Jørgen Ramskov, sem
sér um framkvæmd Söngvakeppni
Evrópskra sjónvarpsstöðva. Hún
hefur tekið á og verið svo dýr að um
tíma íhugaði danska sjónvarpið að
taka áfallatryggingu ef danska lag-
ið myndi vinna aftur. Frá því var
horfið vegna þess hve dýr trygg-
ingin var en verðinu réðu m.a. mikl-
ar vonir sem Danir gera sér um
gengi lagsins.
Áhorfendur á laugardag verða
nærri því þrisvar sinnum fleiri en í
Globen í Stokkhólm í fyrra, sem var
stærsta keppnin til þessa. Ramskov
ypptir öxlum þegar talið berst að
stærðinni, segir að þegar í upphafi
hafi verið greinilegur vilji fyrir því
að halda keppnina með glæsibrag,
að sýna fólki hvað Danir séu færir
um. Allar kynningar í tengslum við
keppnina hafa enda verið í anda
þess.
Nýtt þak yfir Parken
Keppnin er haldin á stærsta
íþróttaleikvangi Dana, Parken í
Kaupmannahöfn og verður nýtt
þak, sem reyndar hafði verið ákveð-
ið að smíða yfir völlinn, vígt með
söngvakeppninni. Allt er stórt í
sniðum; fjöldi ljósa, myndavéla,
starfsfólks, gesta, stærð leikvangs-
ins og sviðsins, sem er um 350 fer-
metrar. „Við viljum skapa góða
stemmningu, halda 40.000 manna
partí þar sem vel liggur á öllum, þar
sem fólk vill helst af öllu standa
uppi á stólunum og syngja með,“
segir Ramskov.
En slíkt partíhald er ekki hrist
fram úr erminni. Tafir hafa orðið á
ýmsum hlutum, „fyrirséðar tafir“
eins og Ramskov kallar það og full-
yrðir að þær muni ekki koma í veg
fyrir að keppnin gangi snurðulaust
fyrir sig.
„Við urðum að byggja allt frá
grunni og það hefur vissulega skap-
að ýmiss konar og mörg óvænt
vandamál, m.a. vegna þaksins. Það
getur ekki verið yfir vellinum í
marga daga, því þá rotnar gras-
svörðurinn. Það verður aftur til
þess að ekki er hægt að festa ljósin í
þakið, því það verður að vera hægt
að hreyfa það. Svona mætti lengi
telja,“ segir Ramskov. Hann tekur
þó jafnframt fram að danska sjón-
varpið sé ekki alls ókunnugt stórum
útsendingum, útsendingar frá úr-
slitaleikjum í fótbolta hafi farið til
fleiri áhorfenda og kallað á fleiri
myndavélar en söngvakeppnin.
Rafkerfi á við heilan bæ
Í upphafi vikunnar kvörtuðu
margir flytjendur undan kulda í
Parken. Ef kalt er í veðri er hægt að
hita völlinn upp í 15 gráður en
Ramskov segir kuldann ekki
áhyggjuefni heldur miklu frekar að
of heitt verði þegar tugir þúsunda
séu samankomnir undir einu þaki
og 2.000 ljóskastarar þar á ofan.
Það, eins og raunar svo margt ann-
að við keppnina, á fyrst eftir að
koma í ljós á morgun föstudag, á að-
alæfungunni, en hún verður tekin
upp og send út, komi eitthvað upp á
í beinu útsendingunni á laugardag.
Þá mun einnig koma í ljós hvernig
hljóðkerfið virkar en óánægjuradd-
ir hafa heyrst um hljóminn í Park-
en, bæði vegna þess að leikvangur-
inn er alls ekki byggður fyrir
hljómleika auk þess sem þakið lok-
ar hljóðið inni og endurvarpar því.
„Svo kemur bara í ljós hvort tískan
er bómull eða pólýester,“ sagði
ónefndur sjónvarpsmaður með vís-
an til þeirra áhrifa sem klæðnaður
svo margra áhorfenda getur haft á
hljómburð.
Allur þessi búnaður krefst
óhemjumikils rafmagns og í vor var
forráðamönnum keppninnar ljóst
að rafleiðslur til vallarins dygðu
hvergi nærri til þar sem orkunotk-
unin á meðan á keppninni stendur
verður svipuð og í litlum bæ. Hefur
því tveimur rafstöðvum verið komið
fyrir við völlinn til að knýja bún-
aðinn og til að hlaupa í skarðið ef
rafmagnið fer af. 80.000 lítrar af ol-
íu eru til taks fyrir rafstöðvarnar.
Gert ráð fyrir hinu versta
Þetta er aðeins eitt af mörgum
dæmum um þann undirbúning sem
fram hefur farið sl. ár og snýst ekki
aðeins um að koma keppninni til
áhorfenda á sem eftirminnilegastan
hátt, heldur einnig að sjá fyrir allt
það sem farið getur úrskeiðis. For-
ráðamenn keppninnar hafa einna
mestar áhyggjur af umferðinni til
og frá Parken en talsverð vega-
vinna hófst í nágrenni hans. Í Park-
en eru menn þó vanir öðrum eins
fjölda á stærstu fótboltaleikjum og
vona menn að sú reynsla komi til
góða.
Hluti undirbúningsins felst í því
að gera ráð fyrir hinu versta og
starfsfólk og búnaður til vara er
stór hluti af því. Tekið hefur verið
með í reikninginn að þakið bili, að
rafmagnið fari af, að símkerfið fari
úr skorðum, að kynnarnir veikist,
að ekki verði hægt að senda út, að
hljóðkerfið bregðist, og svo mætti
lengi telja. Ramskov og aðrir eru
fáorðir um það sem upp hefur kom-
ið, viðurkenna að vissulega hafi ekki
allt gengið snurðulaust en segja það
ekki koma í veg fyrir að sýningin
verði glæsileg. Sögusagnir um
óreiðu í undirbúningi vegna þess að
of margir hafi komið að honum og
ábyrgðin því óljóst hafa ekki fengist
staðfestar. Heldur ekki fullyrðingar
um að vegna misskilnings hafi
danska sjónvarpið ekki fengið allt
það fé sem menningarmálaráðu-
neytið hafi verið tilbúið að leggja
fram.
Öryggið ekki stærsta
áhyggjuefnið
Aðspurður segir Ramskov að
slysið í Hróarskeldu á síðasta ári,
þar sem níu manns tróuðust undir á
tónleikum, hafi ekki haft áhrif á ör-
yggisgæsluna, hún sé svipuð og á
fótboltaleikjum og að ekki sé hægt
að líkja Hróarskeldutónleikunum
við söngvakeppnina. „Þótt við séum
vissulega að reyna að hressa upp á
ímyndina og höfða meira til yngra
fólks, fer því fjarri að söngvakeppn-
in sé einhver rokkhátíð. Aðeins lítill
hluti áhorfendanna er í stæðum og
ég á ekki von á því að áhorfendurnir
reyni að komast upp á sviðið eða að
því eins og á tónleikum rokkstjarna.
Skömmu fyrir forkeppni söngva-
keppninnar barst sprengjuhótun til
danska sjónvarpsins en Ramskov
hefur ekki miklar áhyggjur af því að
slíkt endurtaki sig. Leitað verði hátt
og lágt í Parken fyrir keppnina og
leitað verður í töskum allra sem inn
á völlinn koma. Ramskov segir slík-
ar ráðstafanir verða að gera, ekki
síst þegar Ísrael, Spánn og Bretland
séu á meðal þátttökulandanna.
Beðið fyrir ósigri
Ramskov er þreytulegur, eins og
reyndar flestir þeir sem að fram-
kvæmdinni standa, enda hefur verið
í nógu að snúast frá því að Olsen-
bræðurnir fóru með sigur af hólmi í
Stokkhólmi fyrir réttu ári. Þegar
söngvakeppnin er afstaðin ætlar
hann, eins og reyndar aðrir starfs-
menn, að slappa ærlega af. Og til að
tryggja það hefur hann gert samn-
ing við yfirmenn sína hjá danska
sjónvarpinu um að hann muni ekki
sjá um framkvæmd keppninnar, fari
Danir með sigur af hólmi. Mögu-
legur sigur er danska sjónvarpinu
áhyggjuefni og fyrr í vikunni játaði
yfirmaður þess, Christian Nissen í
samtali við Berlingske Tidende að
hann bæði til guðs um að sigurinn
félli annarri þjóð í skaut. Vinni Dan-
ir hins vegar segir Ramskov að fyrir
liggi áætlun um framkvæmdina sem
yrði mun minni í sniðum en nú er.
„Við sjáum enga ástæðu til að end-
urtaka leikinn í því tilfelli. Nú ger-
um við þetta með glæsibrag og verð-
um við að halda keppnina aftur
munum við einbeita okkur að því að
setja á svið gott sjónvarpsefni.“
Risaveisla í Parken
Söngvakeppni
Evrópskra sjónvarps-
stöðva í Kaupmanna-
höfn á laugardag verð-
ur sú stærsta frá
upphafi. Framkvæmdin
hefur reynst flókin en
laus við meiriháttar
áföll, skrifar Urður
Gunnarsdóttir. Engu
að síður vona for-
ráðamenn danska sjón-
varpsins að þeirra lag
sigri ekki aftur.
Morgunblaðið/Ásdís
Íslenski hópurinn í höllinni í gær, Margrét Eir og Regína bakraddir, strákarnir og Nanna og Yasmine
dansarar. Í baksýn er sviðið sem er hið umfangsmesta í Evróvision-keppninni til þessa.
Fjöldi þátttökulanda: 23.
Lönd sem sýna keppnina: 30.
Fjöldi áhorfenda í Parken:
38.000.
Fjöldi sjónvarpsáhorfenda:
130 milljónir.
Stærð sviðsins: 350 m².
Fjöldi ljóskastara: 2.300.
Stærð ljósakerfis: 4,5 milljón
wött.
Þyngd þaksins: 550 tonn.
Fjöldi starfsmanna: 1.500.
Fjöldi blaðamanna: 800.
Fjöldi skráðs sjónvarpsfólks:
2.000.
Matur ofan í áhorfendur;
35.000 pylsur, 10.000 sam-
lokur, 52.000 lítrar af bjór,
7.500 lítrar af gosi.
Söngvakeppn-
in í tölum
urdur@mbl.is
vegurinn
farinn að
Ekki verð-
ur unnt að gera við veginn fyrr en
jarðvegur þornar.
Árni Snorrason, forstöðumaður
vatnamælinga Orkustofnunar, seg-
ir sjaldgæft að svona mikil flóð séu
í Öxará síðla vors en flóð séu hins
vegar nokkuð algeng á þessum
slóðum að vetrarlagi. Vegna rign-
inganna hefur snjó leyst mjög ört
úr Botnssúlunum, klaki er enn í
jörðu svo vatnið getur ekki runnið
í burtu, og árfarvegurinn hefur því
yfirfyllst. Spurður um vatnsstrók-
ana segir hann þá væntanlega
stafa af samspili vatns og vinda en
mikið hvassviðri hefur fylgt rign-
ingum undanfarinna daga. „Þarna
hefur jarðvegur verið gegnsósa af
vatni eftir miklar úrkomur, það
rennur ofan í gjár og gjótur og
þessi mikli vindur feykir því upp í
stróka,“ sagði Árni. Vatnsrok sem
þetta er að sögn Árna algengt á
Suðurlandi þar sem fossar ná ekki
niður heldur „snúa við“ í miklum
vindi.
Morgunblaðið/RAX
um jökulá sé að ræða.
stórrigninga
standa
inni
Morgunblaðið/RAX
og engin leið að komast yfir lækinn.
æmundsen
atnselg-